vald.org

Ritalin—dóp unga fólksins

7. apríl 2004 | Jóhannes Björn

Þegar stóru auglýsingafyrirtækin í Ameríku eða Englandi búa til sjónvarpsauglýsingar þá getur hver mínúta kostað hvorki meira né minna en eitt hundrað milljón krónur. Við getum vissulega gert ráð fyrir að fyrirtæki borgi ekki slíkar upphæðir nema að þessar auglýsingar skili árangri. Hvað liggur eiginlega á bak við þetta allt saman?

Það er hætt við að fólk sem ekki hefur sérstaklega kynnt sér auglýsingabransann komi af fjöllum þegar farið er niður í saumana á hvað hér er á ferðinni. Rannsóknir auglýsingafyrirtækja á þörfum og veikleikum mannskepnunnar eru nefnilega blátt áfram furðulegar. Tökum frekar meinlaust dæmi um matarauglýsingar. Auglýsingafyrirtækin smala fólki af götunni og láta það fletta kerfisbundið í blöðum með myndum af alls konar góðgæti. Á meðan fólkið flettir myndunum þá mælir sérstakt tæki munnvatnsrennsli hvers og eins og leysigeisli skráir á hvaða augnabliki sjáöldur augans stækka.

Þetta er í sjálfu sér ósköp einfalt og ekkert miðað við rannsóknir á kynþörf mannsins. Hér er dæmi: Giftur karlmaður heldur stíft fram hjá og sefur reglulega hjá fjölda kvenna. Segjum að hann hafi samfarir við sex konur fyrstu sex daga vikunnar og sofi hjá eiginkonunni þann sjöunda. Þegar hann fær fullnægingu í fyrstu sex skiptin þá gefur hann frá sér ákveðið magn sæðis. Þegar hann loks fær fullnægingu með maka sínum á sjöunda degi þá er sáðlátið, samkvæmt vísindalegum mælingum, MEIRA. Hann er ómeðvitað að viðhalda stofninum.

Af hverju finnst okkur einn einstaklingur fallegri en annar? Það hefur aftur allt að gera með viðhald stofnsins. Kona er falleg vegna þess að hún hefur vöxt og andlitslag sem bendir til heilbrigði. Þetta mat getur verið breytilegt. Á tímum matarskorts er þybbin kona t.d. girnileg, eins og málverk gömlu meistaranna sýna okkur. Í dag tengjum við fitu við hjartasjúkdóma og því eru tágrannar konur girnilegar.

Út á þetta gengur þróun mannsins. Sum hegðun, sú sem er jákvæð, er verðlaunuð með sælutilfinningu. Kynhvötin er augljóst dæmi um þetta. Máttur fíknilyfja byggist á því að þessi efni "stela" þessum boðleiðum. Þegar fólk tekur fíknilyf þá heldur líkaminn að eitthvað gott sé að gerast og hann heimtar sífellt meira.

Methylphenidate—betur þekkt sem Ritalin—er örvandi lyf, ekki ósvipað kókaíni, sem dópsalar í Kanada seldu á götuhornum áður en lyfjafyrirtækinu Ciba-Geigy datt í hug að markaðssetja það í grunnskólum. Hluti markaðssetningarinnar fólst í að búa til nýtt hugtak, "ofvirk" börn. Auðvitað geta allir barnaskólakennarar samþykkt að börn séu "ofvirk" en hvernig má það vera að örvandi lyf lækni þennan kvilla? Svarið liggur í svokölluðum "þversagnaráhrifum." Þegar barni sem ekki hefur náð gelgjuskeiði er gefið örvandi lyf eins og Ritalin þá yfirbugast miðtaugakerfið, barnið róast en á erfitt með mál og getur líka átt erfitt með að hreyfa sig. Ciba-Geigy hefur gefið foreldrasamtökum sem mæla með Ritalin mikla peninga (er það ekki dásamlegt að geta kennt "sjúkdómi" um m isheppnað uppeldi).

Öllu lyf hafa aukaverkannir—geðlyf hafa sérstaklega slæmar aukaverkannir.

"Sjúkdómurinn" sem Ritalin á að lækna er ekki mælanlegur með vísindalegum aðferðum. Engin blóðprufa leiðir hann í ljós og ekkert vísindalegra en "slæm hegðun" gefur til kynna að barnið sé veikt. Þrátt fyrir þetta þá hefur læknum tekist að margfalda hóp "sjúklinga" síðan 1990. Rod Matthews, nemandi í skóla skammt frá Boston, þótti óstilltur og var settur á Ritalin. "Það var eins og að vera á kókaíni í sjö ár," sagði hann, áður en hann drap félaga sinn með kylfu. Þessi saga hefur endurtekið sig með reglulegu millibili í landinu þar sem börn hafa verið í þessari "meðferð" í nokkra áratugi. Kannski getum við lært eitthvað af þessum harmleik.

Á milli 1959 og 1963 var ekkert barn drepið í bandarískum skóla. Á milli 1964 og 1978 voru tveir nemendur drepnir. Eftir að lyfjafyrirtækin byrjuðu að markaðssetja dópið í skólum landsins—á milli 1994 og 2003—þá voru 194 drepnir. Ef það er tilviljun þá er tunglið búið til úr osti!

Kip Kinkle: Var á methylphenidate (Ritalin) og drap foreldra sína og særði yfir 20 manns.

Eric Harris: Tók SSRI (Prozac-týpu) og myrti 12 nemendur áður en hann framdi sjálfsmorð

Luke Woodham: Á SSRI (Prozac) og myrti móður sína og tvo aðra, særði sex manns.

Jason Hoffman: Var á Celexa og Effexor, skaut fjóra nemendur og tvo kennara, framdi sjálfsmorð.

Endalausar heimildir á: http://www.cbel.com/mental_health_issues/