vald.org

Hvað var á sveimi yfir Mexíkó?

19. maí 2004 | Jóhannes Björn

Það er ekkert nýtt að fljúgandi furðuhlutir sjáist út um allan heim. Einstaklingar hafa tekið óteljandi myndir af þeim. Hitt er aftur á móti sjaldgæfara að yfirvöld deili sínu eigin myndasafni með pöplinum. Það er þó ekki alveg einstakt í sögunni, það gerðist t.d. þegar stjórnvöld í Belgíu sýndu radarmyndir af risastórum þríhyrndum loftförum sem fjöldi fólks hafði verið að sjá á sveimi yfir landinu. Þetta gerðist fyrir um 10 árum síðan. Yfirvöld í Mexíkó hafa á seinni árum reynt að hleypa fersku lofti inn í skúmaskot stjórnkerfisins með meiri upplýsingamiðlun til almennings. Það var í anda þessarar nýju stefnu að flugherinn birti allar upplýsingar um einkennilegan en vel skjalfestan atburð í háloftunum yfir Mexíkó.

Þann 5. mars 2004 var eftirlitsvél úr flugher Mexíkó í 11.400 feta hæð (3.500 m) yfir Ciudad del Carmen, sem er í Campeche héraði. Þetta var tveggja hreyfla Merlin C28A vél í reglulegu eftirlitsflugi og á höttunum eftir eiturlyfjasmyglurum, en þeir eru sérstaklega stórtækir á þessum slóðum. Eiturlyfjasmyglarar eru þekktir fyrir að fljúga vélum sínum með öll ljós slökkt og nógu lágt til þess að forðast radar á jörðu niðri. Merlin C28A vélin er því útbúin fullkomnum rafeindatækjum til þess að finna þá, infrarauðri myndavél, FLIR (Forward Looking Infrared Camera) StarSAFIRE II, og hátækni radar, Radar APS 143 (V) 3, sem Telephonics framleiðir. Það eykur líkurnar stórlega á að finna eiturlyfjasmyglara þegar bæði er hægt að finna massa vélanna með radar og hitaútstreymi hreyflanna með infrarauðum skynjara.

Þessi "Forward Looking Infrared Camera" kostar $400.000 upp úr kassanum og þá á eftir að borga fyrir uppsetningu.

APS-143(V) Surveillance and Tracking

The U.S. Air Force APS-143(V)1 platform is the DeHavilland DASH-8 used in range surveillance and safety, integrated via data link into the ground-based range C3I system. The U.S. Army APS-143(V)2 aboard shipborne aerostats provides for detection and interdiction of drug smuggling ships and aircraft. The APS-143(V)3 operational aboard S-70 and Dauphin upgrade ASW helicopters is used to detect small targets in high sea states, and is equipped with track-while-scan and MIL-STD-1553B data outputs.

APS-143(V) Best Performance in Class

The APS-143(V) pulse compression radar affords guidance for Penguin, Sea Skua and other air-to-surface missiles and demonstrates excellent periscope/small target detection with sea clutter rejection (typical, 1 sq. m at 20 nm in Sea State 3). It combines the proven technology of the APS-128D Digital Radar with our latest compressive receiver. With maximum range in excess of 200 nm, range resolution of 0.025 nm and azimuth accuracy of 0.50 degrees or better, this radar provides top-of-the-line performance for maritime applications. Track-while-scan of airborne or surface targets, DITACS (Digital Tactical System), ISAR and air search modes with synthetic aperture radar (SAR) and moving target indicator (MTI) are adaptable to any platform desired. ESM, IFF and weather options are also available.

APS-143(V) Rugged and Dependable

Telephonics' APS-143(V) pulse compression radar is of rugged construction to withstand the rigors of long surveillance missions. It is modular, extremely light (180 lbs), inexpensive, and highly reliable (over 800 hours demonstrated MTBF). Modular adaptability provides the means for achieving best performance. Flat plate array antennas are designed to fit any radome. Dual beam parabolic antennas are used for high-altitude mapping or surveillance. In addition to embedded self-test, automatic test systems provide the means for off-line maintenance.

Upplýsingar um APS 143 (V) radar af vefsíðu framleiðandans: http://www.telephonics.com/products/MaritimeSurveillance.shtml#anaps143

Ballið byrjaði um hábjartan dag rétt fyrir kl. 17 þegar radar eftirlitsvélarinnar sýndi hlut á um 300 km hraða í 59 km fjarlægð. Samkvæmt klukku FLIR StarSAFIRE stóð atburðinn í 31 mínútur, en upptaka á myndband var ekki stöðug og spannaði samtals 15 mínútur. Leikurinn æstist brátt og furðuhlutunum fljúgandi fjölgaði, en einhverja hluta vegna sáust aldrei fleiri en þrír á radar á meðan infrarauða tækið sá 11.

16:51:27: Infrarauð mynd sýnir hitaútstreymi frá óþekktu fari, skýjabólstri í neðra hægra horni. Miðað við fjarlægð þá má gera ráð fyrir að farið sé mjög stórt (frekari útreikningar á leiðinni).

17:03:41: Infrarauð mynd sýnir nú tvö stór för.

17:03:45: Fjórar sekúndur hafa liðið. Förin hafa fjarlægst hvort annað og tvö minni birtast undir þeim. Skýin sem sýnast svört eru kaldari regnský.

17:06:24: Alla vega þrjú stór för og nokkur minni.

17:06:49: Förunum fjölgar og þau fljúga í skipulagðri röð.

17:07:05: Sex stór för og fimm minni fljúga í skipulagðri röð

17:15:44: Far sem virðist vera bæði stórt og óþægilega nálægt flugvélinni. Á myndbandinu heyrist einn flugmannanna hrópa: "Við erum ekki einir hér. Þetta er svo furðulegt."

Það er hægt að sjá hluta myndbandsins á:

http://www.thesandiegochannel.com/news/3292542/detail.html

Það furðulega við allt þetta mál er að flugmennirnir gátu aldrei séð förin með berum augum. Eftir að eltingaleikurinn hafði staðið í nokkurn tíma þá snéru þau við og umkringdu herflugvélina. Flugmennirnir sáu hitaútstreymið og radarmyndina en EKKERT með berum augum. Þeir voru eðlilega hræddir: "Um tíma … sýndu skjáirnir að þeir voru fyrir aftan okkur, til vinstri og fyrir framan okkur. Það var þá sem ég fann fyrir spennu," sagði einn þeirra. Til að gera eitthvað þá slökkti flugmaðurinn á öllum ljósum vélarinnar.

Mannfólkið á ákaflega erfitt með að viðurkenna að á ákveðnu stigi er oft ekki hægt að útskýra suma hluti og þekking okkar á öðrum sviðum er sama og engin. Maður sem t.d. fullyrðir að alheimurinn sé þakinn ósýnilegum ofurstrengjum er líklega á sömu villigötum og forfaðir hans sem sá sólina snúast í kringum flata jörð—en báðir eiga það sameiginlegt að þola ekki óvissuna sem felst í því að vita ekki neitt í sinn haus.

Það voru þaulvanir flug- og tæknimenn með fullkominn tæknibúnað sem upplifðu atburðinn yfir Mexíkó 5. mars, en samt hika alls konar "sérfræðingar" ekki við að útskýra málið með barnalegustu rökum. Höfum í huga að atburðurinn tók hálfa klukkustund. Ellefu hlutir gáfu frá sér hita og þrír þeirra voru nógu áþreifanlegir til að sjást á ratsjá. Hlutirnir flugu skipulega, en breyttu svo um áætlun og hringsóluðu í kringum herflugvélina. Síðan hurfu þeir út í buskann.

Stjörnufræðingur frá Mexíkó, Jose de la Herrán, taldi málið ekki flókið. Hann benti á að loftsteinar splundrast oft þegar þeir falla inn í lofthjúpinn. Þegar þeir brenna upp þá gefa þeir frá sér mikinn hita. Já, gaman væri að sjá stjörnuhrap sem varir í hálftíma, þar sem loftsteinninn snýr við og ferðast í hring.

Annar vísindamaður, Rafael Navarro, telur sennilegast að flugmennirnir hafi verið að eltast við "geimrusl." Þetta eru gervihnettir eða annað dót sem fólk hefur verið að skjóta út í geiminn sem alltaf annað veifið er að falla til jarðar. Þetta er nærri því jafn fráleit hugmynd og loftsteinaskýringin. Geimrusl breytir ekki um stefnu, er miklu minna en það sem radarinn sá og er ekki ósýnilegt, sérstaklega ef um heila gervihnetti er að ræða.

Enn annar vísindamaður, Julio Herrera, telur sig hafa svarið. Þetta voru rafboltar sem virðast myndast sjálfkrafa í háloftunum. Hann segir um rafboltana: "Þetta er ákaflega einkennilegt fyrirbæri og tiltölulega óþekkt." Burt séð frá að rafboltar eru blossar sem hverfa fljótt, þá eru þeir ekki þéttur massi sem mælist á radar (nema kannski sem punktur sem varir í eina sekúndu eða svo).

Nokkuð athyglisverð hugmynd sem komið hefur fram gerir að því skóna að Bandaríkjamenn séu að framkvæma tilraunir með nýja orrustuflugvél sem er allt að því ósýnileg (flöturinn, að einhverju marki tölvustýrður, speglar bakgrunninum fram á við frá öllum sjónarhornum). Samkvæmt þessari kenningu þá sæist sumt hitaútstreymi, t.d. hreyfla, og radar næði kannski öðrum hlutum. Gallinn við þessa kenningu er bæði sá að Bandaríkjamenn mundu ekki gera tilraunir með slíka vél utan sinna eigin landamæra (það væri ólöglegt, vélin gæti hrapað þar sem Pétur og Páll gætu skoðað hana o.s. frv.) og fyrirbærið hegðaði sér ekki eins og flugvél. Það dró sundur og saman með förunum (hlutunum) og þau umkringdu herflugvélina.

Í seinni heimstyrjöldinni sáu flugmenn allra stríðsaðila fljúgandi furðuhluti. Þetta voru oft glóandi hnettir sem gátu ferðast á ofsahraða og virtust stjórnað af vitsmunaverum. Í opinberum skýrslum gengu þeir undir nafninu "foo fighters." Myndir sem flugherir Breta, Bandaríkjamanna og Þjóðverja tóku af þessu fyrirbæri eru enn faldar og stimplaðar sem leyndarmál, en Frakkar hafa verið miklu opnari í þessum málum. Hér er mynd úr myndasafni franska flughersins sem sýnir tvo "foo fighters" elta Lysanders flugvélar Breta.

Þetta mál er einfaldlega ráðgáta.