vald.org

Kynþáttasprengjur og dularfull dauðsföll vísindamanna—seinni hluti

20. mars 2005 | Jóhannes Björn

Tryggingafélög græða peninga á að reikna út meðaltal allra mögulegra hluta. Ef t.d. eitt hundrað skrifstofumenn á aldrinum 40–45 ára kaupa sér líftryggingu þá tapar tryggingafélagið eflaust á nokkrum þeirra, en meðaltalið tryggir að þegar upp er staðið skila allir samanlagt gróða. Á þennan hátt eru lífslíkur allra hópa reiknaðar út og spáð í tíðni algengra slysa. Ef tryggingafélagið verður vart við mikil frávik þá ganga menn út frá því sem vísu að eitthvað óeðlilegt sé að gerast.

Sérfræðingar í örverum og sýklahernaði eru ekki fjölmenn stétt og því hefur ýmsum þótt nóg um hve margir vísindamenn á þessu sviði deyja um aldur fram. Ekki er þó vitað til þess að dæmið hafi verið reiknað í botn með aðferðum tryggingafélaga, en ef litið er á tveggja ára tímabil þá er ljóst að slíkir útreikningar eiga fullan rétt á sér.

Svipuð dánartíðni hélt áfram 2004.