vald.org

Blaðrandi höfuð

28. september 2005 | Jóhannes Björn

Þegar sérfræðingar á vegum banka eða fjárfestingafyrirtækja tjá sig í fjölmiðlum um efnahagslífið og hvernig ákveðin hlutabréf komi til með að spjara sig í framtíðinni, þá er eins gott fyrir "litla manninn" að vera á varðbergi. Hlutverk þessara innanbúðarmanna—blaðrandi hausa—er miklu oftar að auglýsa eitthvað frekar en að upplýsa fjöldann.

Hlutabréfaspekúlant sem eyðir tíma og fyrirhöfn í að koma fram í sjónvarpi, t.d. hjá MSN eða í peningaþætti hjá CNN, gerir það oftast af eigingjörnum ástæðum. Hann mælir með hlutabréfum sem fyrirtæki hans er þegar búið að kaupa—hann reynir að "kjafta" verðið upp—eða hann mælir með pappírum sem hann á allt of mikið af og er að reyna að losa sig við á góðu verði. Skömmu áður en Enron hrundi hvatti t.d. forstjórinn, Ken Lay, alla starfsmenn fyrirtækisins til að fjárfesta eftirlaunasjóði sína í hlutabréfum Enron á meðan topparnir seldu.

Sannleikurinn er sá að langflestir "sérfræðingar" á Wall Street og annars staðar geta ekki spáð fyrir um hvað markaðurinn gerir til skamms tíma. Þetta hefur verið sannað hvað eftir annað með því að láta apa henda pílum og velja þannig úr nöfnum fjölda fyrirtækja. Sérfræðingar velja síðan sama fjölda fyrirtækja og aparnir og síðan eru nokkrir mánuðir látnir líða. Þessi tilraun hefur verið endurtekin með reglulegu millibili í marga áratugi og þessum svokölluðu sérfræðingum hefur aldrei tekist að sýna fram á nokkra yfirburði yfir apana. Það er frábær lýsing á þessu í meistaraverki Adam Smith, The Money Game, sem var gefin út fyrir um 30 árum.

Það eru þó alltaf nokkrir menn, eins og t.d. Warren Buffet, sem alltaf græða. Þeir eiga það yfirleitt sameiginlegt að fjárfesta til lengri tíma. Þeir horfa á stóru myndina, grundvöllinn, og hlusta aldrei á blaðrandi höfuð eða seilast eftir skyndigróða. Warren Buffet og margir aðrir af "gamla skólanum" hafa þungar áhyggjur af efnahagsmálum líðandi stundar og ójafnvæginu sem hefur myndast á öllum sviðum.

Bjartsýnishjal talsmanna banka, fjárfestingafyrirtækja og ríkisstjórna er með ólíkindum þessa dagana. Menn eru í fullri alvöru að spá betri tíð og hækkandi verði hlutabréfa. Hærra orkuverð, vaxandi verðbólga, staðnaðar tekjur á Vesturlöndum og fasteignamarkaður sem er rétt í þann mund að springa í loft upp—ekkert af þessu á að hafa áhrif á hlutabréfamarkaðinn eða skiptir nokkru máli. Seðlabanki Ástralíu virðist vera eina undantekningin í þessu draumalandi. http://theaustralian.news.com.au/common/story_page/0,5744,16733003%255E2702,00.html

Allar hagtölur segja okkur að miðstéttin á Vesturlöndum sé á undanhaldi og þróunin í þá átt sé hröðust í Bandaríkjunum. Daginn sem meira að segja blaðrandi hausarnir gera sér grein fyrir þessu þá verður jarðskjálfti í kauphöllum heimsins. Sápukúla á fasteignamarkaði og sú staðreynd að Bandaríkin auka skuldir sínar við útlönd um tæpa þrjá milljarða dollara á dag felur þá staðreynd að milljónir fjölskyldna, sem tæknilega tilheyra enn millistéttinni, hanga á barmi gjaldþrots. Í árslok 2003 var meðalskuldabyrgði heimila landsins komin í 108,3% af tekjum.

Það eru um 115 milljónir heimila í BNA. Heimili er skilgreint sem (a) fjölskylda, (b) fólk sem býr saman, (c) einstaklingur sem býr einn eða (4) háskólanemi sem býr í húsnæði skólans. Þessi tafla (fyrir 2004) flokkar heimilin eftir tekjum, útgjöldum, sköttum og sýnir hve miklar afgangstekjur fólk hefur eða hve mikið það er í mínus. Öll heimili landsins eru flokkuð í fimm hópa og hver hópur er því 20% heildarinnar.

For the Lowest Quintile or Lowest 20%
Income Before Taxes $8,201
Average Annual Expenditures $18,492
Income Shortfall $10,291 or ~125%
Taxes Owed $820
Tax Bracket 10%
Effective Tax Rate 10%
For the Second Quintile or 2nd 20%
Income Before Taxes $21,478
Average Annual Expenditures $26,729
Income Shortfall $5,251 or ~24%
Taxes Owed $2,699
Tax Bracket 15%
Effective Tax Rate 12.57%
For the Third Quintile or 3rd 20%
Income Before Taxes $37,542
Average Annual Expenditures $36,213
Income Surplus $1,239 or ~3%
Taxes Owed $5,109
Tax Bracket 15%
Effective Tax Rate 13.61%
For the Fourth Quintile or 4th 20%
Income Before Taxes $61,132
Average Annual Expenditures $50,468
Income Surplus $10,664 or ~17%
Taxes Owed $10,780
Tax Bracket 25%
Effective Tax Rate 17.63%
For the Fifth Quintile or 5th 20%
Income Before Taxes $127,146
Average Annual Expenditures $81,731
Income Surplus $45,415 or ~36%
Taxes Owed $28,014
Tax Bracket 28%
Effective Tax Rate 22.03%

Þessar tölur sýna að 60% heimila landsins eru rekin með verulegum halla eftir að búið er að borga skatta. En hvert fara allir peningarnir sem heimsvæðingin er ekki búin að senda til Kína og víðar?

Væntingar almennings í Bandaríkjunum eru mældar í mánaðarlegum skoðanakönnum. Nýjustu tölur eru mjög slæmar, en það þarf þó ekki endilega að benda til þess að hlutabréfamarkaðurinn riði til falls. Tilfinningarnar ráða oft meiru en skynsemin. Væntingar fjármálastjóra fyrirtækja eru aftur á móti nokkuð sem menn ættu ekki að láta fram hjá sér fara, því enginn hópur í atvinnulífunu er meðvitaðri um hvert efnahagslífið stefnir á næstu mánuðum. Þegar markaðirnir hrynja þá verður veðrinu vafalaust kennt um. En eins og þetta línurit sýnir þá voru fjármálastjórar í Bandaríkjunum byrjaðir að missa móðinn löngu áður en nokkur fellibylur reið yfir.

Duke University