vald.org

Nýju föt bankakerfisins III

19. desember 2007 | Jóhannes Björn

Síðasta sumar komu nokkrir spekingar á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands og ráðlögðu stjórnvöldum m.a. að leggja niður Íbúðarlánasjóð. Það fór greinilega í taugarnar á þessum talsmönnum einkakapítalsins að bankakerfið skyldu ekki eiga markaðinn með húð og hári. Alþjóðabankinn og systurstofnanir hans—allt apparöt sem Bandaríkjastjórn mikið til fjarstýrir—berjast stöðugt gegn ríkisafskiptum af öllu tagi og þá sérstaklega í viðskiptalífinu. Það eitt að þessir aðilar skuli vera meðvitaðir um að eitthvað fyrirfinnist sem heitir Íbúðarlánasjóður á fámennu skeri á norðurhjara veraldar sýnir ótrúlegan eldmóð í starfi.

En tvískinnungurinn talar hér tungum. Einkakapítalið í Bandaríkjunum er búið rústa fasteignamarkaðinum þar í landi og ríkið er komið með alla putta í málið. Fjármálaráðuneytið er að reyna að redda hlutunum á óteljandi stöðum með upphæðum sem hugurinn vart nemur. Það er að verða deginum ljósara að þessum "frjálsa" markaði verður aðeins bjargað með því að láta seðlabanka heimsins sitja uppi með billjónir í verðlausum pappírum þegar upp er staðið. Sauðsvartur almúginn borgar þá fyrir glæpinn í formi skatts sem heitir verðbólga. Hvað segja talsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins núna um þessi sovésku vinnubrögð bandarísku stjórnarinnar, t.d. bein afskipti af fasteignasamningum sem eiga sér 200 ára hefð og peningamokstur úr ríkistengdum bönkum í gjaldþrota lánafyrirtæki? Ekki eitt stakt orð. Þeir eru sennilega enn of uppteknir af Íbúðarlánasjóði!

Það er ekkert rangt við frjálsa markaði og viðskiptafrelsi, en ríkisafskipti eiga fullan rétt á sér þegar svo ber undir. Samfélagið verður að tryggja eðlilega samkeppni og heiðarlega viðskiptahætti. Svo einfalt er það. Ef erlendir bankar t.d. lækka vaxtaokrið á Íslandi (það virðist vera borin von að íslensku bankarnir geri það) þá má jarða Íbúðarlánasjóð. Ágætur heimspekingur sagði einu sinni að tilveran væri leikur og leikreglurnar gengu út á að halda réttu jafnvægi á milli hafta og frelsis. Í gömlu Sovétríkjunum, þar sem verð á bókstaflega öllu var ákveðið í einni byggingu í Moskvu, gat haftakerfið ekki annað en hrunið. Að sama skapi þá hefur frelsi þúsunda sjóða til þess að braska af vild kallað yfir okkur fjármálakreppu og verulega hættu á efnahagshruni.

Síðan í ágúst hafa seðlabankar og fjármálaráðherrar landanna reynt ýmislegt til þess að koma í veg fyrir meiriháttar efnahagslægð. Fyrstu viðbrögð voru að láta seðlabanka dæla peningum í ótrúlegu mæli inn í kerfið. Það virkaði ágætlega í einhvern tíma, aðallega sálfræðilega, en þar sem seðlaskortur var ekki kjarni vandans þá fór allt í sama farið aftur.

Næst reyndi bandaríska fjármálaráðuneytið (sem milligöngumaður) að koma á laggirnar ofursjóði upp á $100 milljarða eða svo. Hugmyndin var að nota þessa peninga til þess að setja ruslabréf í salt, þ.e. gefa bönkunum leið til þess að fresta sölu bréfanna í þeirri von að betra verð fengist síðar—á illu er frestur bestur—sem er ekki beinlínis í anda frjálshyggjunnar. Áhugi manna dofnaði þó fljótt þegar þeir sáu að eins og gengið var frá hnútunum þá virtist sjóðurinn að mestu þjóna hagsmunum Citigroup. Henry Paulson lagði mikla vinnu í að reyna að klambra þessu saman og Ben Bernanke tók menn á eintal. Einn stjórnarformaður fjárfestingarsjóðs, sem ekki vildi láta nafn síns getið, sagði: "Ég var auðvitað upp með mér að vera einn af 19 sem var boðaður til Washington til að ræða einslega við seðlabankastjórann, en svo fann ég fnyk af þessu öllu ("smelled a rat").

Vandinn var svo alvarlegur að dollaranum var næst stillt upp við vegg þegar stýrivextir voru lækkaðir. Það var hreint ótrúleg ráðstöfun í ljósi hækkandi verðbólgu. En vandinn liggur ekki í því að vextir séu of háir og þess vegna virkaði síðasta vaxtalækkun bandaríska seðlabankans nákvæmlega ekki neitt. Verð hrapaði á hlutabréfamörkuðum og langtímavextir högguðust ekki.

Næsta dag, 12. desember kl. 14:00 að íslenskum tíma, létu fimm seðlabankar heiminn vita að nýtt apparat væri komið í gagnið, svokallað Term Auction Facility (TAF). Í fljótu bragði virðist TAF hafa fjögur hlutverk:

Eins og málin standa núna þá er kerfið mikið til frosið. Bankar sitja uppi með pappíra sem ekki er hægt að verðleggja fyrr en einhver býðst til þess að kaupa þá. Hver einstakur banki (og fjárfestingarfyrirtæki) verður því að aura saman í varasjóð til að mæta væntanlegum afskriftum þegar ruslið er fært inn á efnahagsreikning bankans. Bankinn þorir auk þess ekki að lána öðrum bönkum því þeir glíma hugsanlega við sömu vandamál. Bankarnir hafa því minna fé til þess að lána út í hagkerfið, sem m.a. eykur vandann á mörgum fasteignamörkuðum þar sem verðið er að lækka, því aðeins pottþétt fólk fær fasteignalán við þessar aðstæður. Það dregur enn úr eftirspurn eftir húsnæði á versta hugsanlegum tíma. Þetta er endalaus keðjuverkun.

Líkt og hitamælir sýnir líðan sjúklings þá má mæla hræðslustig bankastjóra í Evrópu og Ameríku á hverjum tíma með því að fylgjast með millibankavöxtum, en það eru vextir af skammtímalánum (oftast nokkrir dagar en lánin geta verið lengri) á milli einstakra banka. Viðmiðunin eru svokallað LIBOR-bil (LIBOR-vextir eru London Interbank Offer Rate) sem mæir bilið á milli stýrivaxta seðlabanka og vaxta sem einstakur banki borgar öðrum banka. Ef stýrivextir eru t.d. 5% og banki borgar 5,5% þá er LIBOR 0,50% eða 50 punktar. Áður en lætin byrjuðu í ágúst var LIBOR-bil á dollurum þetta 0,05%–0.10% en þegar kerfið byrjaði að frjósa stökk LIBOR í 0.30% og náði hæðst upp í 0.70% 18. september. 70 punktar (0,70%) er kannski ekki há tala í augum Íslendinga, en í heimi stórbanka skapar slík tala glundroða.

Við sjáum af þessu að seðlabankar geta ekki alltaf hlaupið undir bagga. Þeir geta framleitt peninga, en þeir geta ekki neytt nokkurn til þess að taka við þeim eða lána aftur. Banki sem liggur með stórar upphæðir í ónýtum bréfum getur heldur ekki lagt fram neina tryggingu sem réttlætir yfirdráttarheimild í seðlabanka. En, eins og fyrr var bent á, þá má alltaf breyta reglunum og taka lélegri pappíra í skiptum fyrir nýja seðla úr prentvélunum (eða rafræna færslu nú á dögum) … og síðan svífur Zimbabwe yfir vötnunum.

Önnur vinsæl leið seðlabanka til þess að koma peningum í umferð er að kaupa ríkisskuldabréf á opnum markaði. Bankinn borgar með nýjum peningum sem fara í umferð og geymir skuldabréfin.

Kannski eiga hagfræðibækur framtíðarinnar eftir að tala um "seðlabankaflóðið mikla" sem byrjaði 18 desember, en þann dag rigndi peningum. Seðlabanki Evrópu flæddi $500 milljörðum inn á markaðinn, nokkuð sem á sér enga hliðstæðu á svo skömmum tíma. Til viðmiðunar þá er þessi upphæð hvorki meira né minna en 5% af öllu eigin kapítali bandaríska bankakerfisins eins og það leggur sig. Á sama tíma dældi Englandsbanki $40 milljörðum inn á markaðinn og lofaði um leið að standa á bak við allar skuldbindingar Northern Rock bankans (hafði áður aðeins dekkað reikninga einstaklinga). Allt var þetta gert til þess að fá bankana til þess að lána aftur innbyrðis—keyra niður LIBOR með "shock and awe"—en í ljósi fyrrgreindra upphæða þá var árangurinn ekki uppörvandi. LIBOR á evrumarkaði lækkað um meira en helming en stóð samt í 40 punktum (seðlabankinn vildi sjá 5–10) og LIBOR á dollaramarkaði haggaðist ekki og stóð í 70 (0,70% yfir stýrivöxtum).

Vandamál bankakerfisins er greinilega ekki skortur á sveigjanleika þeirra sem standa við prentvélarnar. Vandamálið er að verðmæti eru að gufa upp. Í janúar falla ruslabréf upp á tugmilljarða dollara í eindaga og menn eru hræddir. Þeir vita að þeir eru í vonum málum og þora heldur ekki að lána öðrum sem eru í sömu vandræðum. Seðlabankar geta einfaldlega ekki leyst þennan vanda með því að lána út í bankakerfið.

Háværar raddir kalla á vaxtalækkanir, en miklar lækkanir stýrivaxta standa einfaldlega ekki til boða og fyrir því er tæknileg ástæða sem gengur undir nafninu fimm ára sjóndeildarhringur. Í stuttu máli þá ákveður markaðurinn verðbólgustig næstu fimm ára (meðaltal) og sættir sig aldrei við minna en 1% raunvexti af ríkisskuldabréfum. Upp úr 2000 var hægt að lækka stýrivexti í Bandaríkjunum niður í 1% vegna þess að menn óttuðust verðfall, svipað og gerðist í Japan eftir 1990. Núna eru verðbólguvæntingar slíkar að ef seðlabankar lækkar vexti verulega þá hækkar markaðurinn þá á lengri tíma bréfum. Ef það gerist þá breytast seðlabankar Ameríku og evrulands í tannlaust ljón.

Það sem gerir ástand bankamála alveg sérstaklega slæmt er að það er ekki hægt að rekja vandann til efnahagslægðar, tímabils sem gengur yfir annað veifið en hægt er að sjá fyrir endann á. Bankarnir eru aftur á móti að draga hagkerfið inn í kreppu sem á eftir að þyngja róður þessara sömu banka enn frekar. Það sem er að gerast í Bandaríkjunum á eftir að endurtaka sig út um allan heim. Íbúðarhúsnæði á eftir að lækka enn frekar um 20–30% eða meira, atvinnuhúsnæði er byrjað að lækka og á brátt eftir að stórlækka, vanskil á greiðslukortaskuldum eru á hraðri uppleið og neytandinn er að draga í land. Allt veikir þetta stöðu bankakerfisins og milljón nauðungaruppboð gera fasteignapappíra enn verðlausari. Þeir sem halda því fram að bandaríski fasteignamarkaðurinn nái sér brátt á strik eru annað hvort sölumenn eða kjánar. Framboð á húsnæði segir allt, en þetta súlurit sýnir hve langan tíma tæki að selja það sem er á markaðinum ef ekkert nýtt væri skráð. Framboð á húsnæði er þó enn meira en súluritið sýnir því þegar verðið byrjar að snarlækka þá taka þeir sem ekki verða að selja húsin sín af markaðinum og bíða svo átekta.

Milljónir fasteignalána, svokölluð tálbeitulán, bera litlar afborganir í byrjun en snarhækka síðan eftir nokkur ár. Fyrstu þrjú á þessu grafi eru sérstaklega slæm og eiga eftir að skella eins og brotsjór á bankakerfinu þar til 2011.

Raunverð íbúðarhúsnæðis í Bandaríkjunum hefur hækkað að meðaltali um 0,4% á ári síðan 1880. Allan þennan tíma hefur það verið regla að ef verðið hækkar meira á einhverju tímabili þá kemur leiðrétting á því næsta. Samkvæmt þessu þá hefur fasteignaverðið verið að hækka allt of mikið s.l. 10 ár og leiðréttingin er rétt að byrja.

Fyrir nokkrum vikum (12. nóv.) spáði þessi síða spáði miklu verðfalli á breska fasteignamarkaðinum. Í gær var greint frá því að fallið sé hafið með miklum látum og verðið í London hafi lækkað um 6,8% síðan í nóvember. Verð á íbúðarhúsnæði er líka að hrapa á Spáni og víðar. Sápukúlan var alþjóðleg og sennilega mest á sumum svæðum í Kína.

Eins og áður hefur verið minnst á þá tifar tímasprengja í kerfinu sem allt of fáir eru meðvitaðir um. Þetta eru stofnanir sem tryggja skuldir og sjá um útgáfu skuldabréfa, t.d. fyrir borgir, fylki eða fyrirtæki. Ef þessar stofnanir lækka í lánshæfnismati eða ein stór fer á hausinn þá er fjandinn laus. Vandræði bankakerfisins gætu reynst léttvæg við hliðina á þessu. Bloomberg fjallaði um fjórar í grein í gær og benti á að vandræði hjá þeim gæti varpað skugga á skuldabréf upp á $1.200 milljarða ($1,2 amerískar trilljónir).

Moody's Warnings on FGIC, MBIA Cast Doubt on $1.2 Trillion Debt

By Christine Richard and William Selway

Dec. 17 (Bloomberg) -- Moody's Investors Service's warning that the top credit ratings of FGIC Corp. and three other bond insurers may be cut casts doubt on $1.2 trillion of municipal, corporate and asset-backed securities.

Moody's late on Dec. 14 placed the top Aaa insurance ratings of Stamford, Connecticut-based FGIC and XL Capital Assurance Inc. in New York under review for possible downgrade. It affirmed the Aaa insurance ratings of Armonk, New York-based MBIA Inc. and CIFG Guaranty in Hamilton, Bermuda, though it said the outlooks were "negative.''

The companies guarantee the timely payment on debt issued by local governments and by Wall Street firms that package existing bonds backed by items including payments on home equity lines of credit into new securities. If the insurers lose their Aaa ratings, so too may the securities they guarantee, forcing some holders to sell the bonds because of their investment guidelines.

"Everyone understands the systemic risk if even one of these companies is downgraded,'' said Peter Plaut, an analyst at hedge fund manager Sanno Point Capital Management in New York.

The Aaa rankings of New York-based Ambac Financial Group Inc., Hamilton-based Assured Guaranty Corp., and Financial Security Assurance Inc. of New York were affirmed. Philadelphia- based Radian Group Inc.'s insurance unit kept its Aa3 rating.

Insurer Scrutiny

The bond insurers have been under scrutiny by Moody's, Standard & Poor's and Fitch Ratings for the past month after declines in the credit quality of the securities they guarantee raised concerns they may need more capital. MBIA, Ambac and CIFG have taken steps to shore up their finances to help avoid a downgrade that would cripple their business. The bond insurers assign their Aaa stamp to more than $2.4 trillion of debt.

"We will be focusing on both the effectiveness of the companies' capital remediation plans and their risk management strategies going forward,'' Moody's managing director Jack Dorer said in a statement on Dec. 14.

"FGIC and MBIA are two of the big four bond insurers,'' said Matt Fabian, a senior analyst and managing director at independent research firm Municipal Market Advisors in Concord, Massachusetts. "I don't think anyone expected a downgrade, so this is about as bad as you reasonably could have expected.''

The announcement by Moody's may cause the prices investors pay for all but the safest of government securities to continue to decline, Fabian said. "The market doesn't know what to do with these bonds,'' he said. "We could see a flight to quality, not just in the municipal market but in the taxable market.''

Ambac's Insurance

Ambac on Dec. 13 took out insurance on $29 billion in securities it guarantees, transferring the risk to Assured Guaranty. MBIA said last week it will receive $1 billion from private equity firm Warburg Pincus LLC, and Groupe Banque Populaire and Groupe Caisse d'Epargne agreed to take control of CIFG from their Natixis SA banking unit and double its capital.

The bond insurers reported combined losses of $2.9 billion in the third quarter after writing down the value of some of the asset-backed securities and collateralized debt obligations they guarantee. MBIA and Ambac lost more than half their stock market value this year on concerns they may lose their ratings.

FGIC, controlled by PMI Group Inc., Blackstone Group LP, and Cypress Group LLC, said last week that it has a plan to meet Moody's requirements for the top rating. The insurer was flagged by Moody's last month as having a "moderate'' probability of needing capital. The ratings company said Dec. 14 that it will spend "the next few months'' reviewing the rating.

Investor 'Support'

"The company's investors have voiced their support for the plan and their commitment to maintaining FGIC's triple-A ratings,'' FGIC said in a statement distributed by Business Wire. "However, the company can give no assurance that the plan will be implemented to the satisfaction of all rating agencies in a timely manner.''

The review will focus on assessing the FGIC's efforts to boost capital, Moody's said. "These plans lack the degree of certainty that would have led to a rating affirmation,'' Moody's said.

Security Capital Assurance Ltd., the parent of XL, was given six weeks to come up with $2 billion more in capital by Fitch Ratings or face losing its AAA rating. The company insures $154.2 billion of securities, of which 46 percent is structured finance securities, including $16.1 billion of CDOs backed by subprime mortgages and $1.9 billion of subprime mortgage backed bonds.

"In the cases in which we moved to a negative outlook or have initiated a review for possible downgrade, capitalization currently falls below Aaa levels or could fall under that level in one of our stress cases,'' Dorer said.

MBIA raised cash after Moody's said on Dec. 5 that the company was "somewhat likely'' to face a shortage of capital. Less than a month earlier, Moody's said a shortfall was "unlikely.''

"We are pleased with Moody's affirmation of our Triple-A ratings, and we are confident that we will promptly implement the remaining components of the capital plan presented to Moody's and return to stable outlook,'' said Gary Dunton, MBIA's chief executive officer.