vald.org

Svartur svanur

28. júní 2008 | Jóhannes Björn

Hugtakið “svartu svanur” er ekki óþekkt í kauphöllum heimsins, en það er notað yfir stóratburði sem gerast mjög sjaldan og koma eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Hlutabréfahrunið 1929 er dæmi um svartan svan. Önnur nærtæk dæmi má nefna, t.d. algjörlega óvænt hrun hlutabréfa í október 1987 og árásirnar á tvíburaturnana2001.

Ég hef átilfinningunni að svartur svanur sé ekki langt undan.

“Allir svanir eru hvítir” var vinsælt máltæki þar til svartur svanur fannst í Ástralíu 1697. Þar fauk enn ein bjargföst hugmynd mannkynsins. Sannleikurinn er sá að tilveran er ruglingsleg og við stöndum oft ráðþrota, en flestir grípa þá til þess ráðs að geta í eyðurnar með tilbúnum staðreyndum. Hvergi er þetta meira áberandi en í kirkjum og kauphöllum heimsins. Greiningardeildir bankanna eru dæmigerðar fyrir þetta hugarfar, en þar neyðast menn hreinlega til þess að gefa stuttar (og venjulega rangar) útskýringar á flestu því sem er að gerast eða á eftir að gerast.

Himininn er alls staðar að falla. Bankakerfið skrimtir eingöngu vegna þess að það fær næringu beint í æð frá seðlabönkum. Sá bandaríski hefur ekki staðið slíka neyðarvaktallt frá upphafi vega, en skuldir bankakerfisins við hann líta svona út:

Lókal bankar í Bandaríkjunum eru líka í frjálsu falli og hlutabréf þeirra falla (hafa fallið meira síðan þetta graf var gert).

Fasteignamarkaðurinn er mikið til búinn að segja sig á sveit. Lánastofnanir á vegum bandaríska ríkisins (með beinar eða óbeinar baktryggingar frá ríkinu) lánuðu 37% allra fasteignalána á öðrum ársfjórðungi 2006; á síðasta ársfjórðungi 2007 var þessi tala komin í 81%. Svo eru erlend möppudýr að gagnrýna Húsnæðislánasjóð!

Bandaríski fasteignamarkaðurinn er að byrja að unga út nýjum tegundum ruslabréfa, svokölluðum alt-A lánum—betur þekkt sem “lygalán” vegna þess að tölur um tekjur fólks og eignir eru marklausar—en þessi lánastarfsemi var jafnvel enn verri en sú sem hefur verið að kaffæra hagkerfi heimsins síðasta ár. Fyrstutölur um vanskil á þessum tiltölulega ungu lánum lofa ekki góðu og lokatapið verður sennilega ekki undir $400 milljörðum. Þessari martröð lýkur ekki að mestu fyrr en 2012. Kalifornía fer verst út úr þessum lygalánum en tala þeirraer 728.000 í þessu eina fylki.

Þrátt fyrir 2% stýrivexti þá haggast langtímavextir ekki á Bandaríkjamarkaði. Það er óheillamerki, sérstaklega í ljósi þess að miklu minna selst af fasteignum ogminni eftirspurn eftir þessum lánum ætti að þrýsta vöxtum niður á við.

Bankakreppan er aftur að versna og allt útlit fyrir að hún verði verri en í mars s.l. Millibankavextir fara hækkandi og alls konar pappírar sem halda hringrás peninga gangandi seljast ekki eða seljast með miklum afföllum. Bankar draga því úr úttektarheimildum á greiðslukortumviðskiptavina sinna og skera niður yfirdráttarheimildir fyrirtækja. Þetta e róheillavænlegur vítahringur.

Seðlabankastjórinn, fjármálaráðherrann og meira segja fréttamenn sjónvarpsstöðva sem sérhæfa sig í viðskiptum reyna þó að stappa stálinu í fólk og tala eins og allt sé í sómanum og brátt á uppleið. En þetta fólk er búið að glata öllum trúverðugleika—sem kemur sér sérstaklega bagalega fyrir seðlabankastjórann—og, eins og Big Picture vefsíðan bendir á, minnir orðið á karaktera úr kvikmyndinni Night of the Living Dead.

Framhald …