vald.org

Dansað á ystu nöf

1. ágúst 2008 | Jóhannes Björn

Það færist í vöxt að ríkisstjórnir og talsmenn fyrirtækja falsi hagtölur og verstu sökudólgarnir eru í Bretlandi og Bandaríkjunum. Opinberar tölur um verðbólgu og hagvöxt í þessum löndum eru marklausar og verða að skoðast í miklu víðara samhengi. Bankakerfið sendir líka frá sér straum villandi upplýsinga og sölumenn á fasteignamarkaði virðast oft búa á annarri plánetu.—–-

Raunhæfar tölur um hagvöxt taka mið af verðbólgustiginu. Ef verðlag hefur t.d. hækkað um 10% á einu ári þá verður hagkerfið að þenjast út um meira en 10% til þess að raunverulegur hagvöxtur sé fyrir hendi. Opinberar verðbólgutölur í Bretlandi og Bandaríkjunum eru hins vegar konar svo langt út úr kortinu að enginn nema reiknimeistarar ríkisins og nokkrir pólitíkusar trúa þeim lengur. En þessar hundakúnstir halda niðri verðtryggðum greiðslum, t.d. til gamla fólksins, þannig að möppudýrin eru ánægð.

Hér áður fyrr voru þessir útreikningar frekar einfaldir—menn mældu verðbreytingar á ótal vörutegundum og alls konar þjónustu—en málið flæktist þegar hagfræðingar byrjuðu að reikna ímynduð “gæði” inn í formúluna. Ef sjúkrahús t.d. hækkaði þjónustuna um 10% árið 2007 þá var það í raun ekki nema 4% í augum möppudýranna vegna þess að betri tæknibúnaður var notaður heldur en 2006. Ef nautasteikur á góðum veitingahúsum hækkuðu um 15% þá var það enginn hækkun ef ódýrum skyndibitastöðum fjölgaði á sama tíma. Best ef allir borðuðu hundamat!

Önnur aðferð sem heldur niðri verðbólgunni byggir á því að ofmeta Kínarusl og rafleikföng í “körfu” neytenda. Breska pressan hefur bent á að eina fólkið í landinu sem upplifir verðbólgu reiknimeistara ríkisins séu ungmenni í foreldrahúsum, fólk sem kaupir farsíma og geisladiska, en er ómeðvitað um hækkandi verð á rafmagni, hita og tryggingum, svo eitthvað sé nefnt.

Réttar tölur um bæði tekjur og atvinnuleysi gefa skýrasta mynd af hagkerfinu, en hér fara kommissararnir líka á kostum. Tökum bandarísku “Birth/Death” formúluna sem dæmi, en hún á að mæla fjölda minni fyrirtækja á hverjum tíma, en að öllu jöfnu er erfitt að fylgjast nákvæmlega með hvenær þau hefja rekstur (birth) eða skella í lás (death). Á síðustu sjö mánuðum eiga þessi fyrirtæki (með 100 eða færri í vinnu) að hafa skapað 9000 störf. Beinharðar tölur benda hins vegar til þess að smáfyrirtæki hafi sagt upp gífurlegum fjölda einstaklinga á þessum tíma. Gjaldþrot fyrirtækja eru að stóraukast og reynslan sýnir að fyrir hvert eitt fyrirtæki fer undir hamarinn þá loki tvö til þrjú önnur áður en erfiðleikarnir ná svo langt að komast inn á borð hjá fógeta.

Tony Pugh kryfur þessar tölur og segir m.a. að á fyrri hluta 2008 hafi gjaldþrotum fyrirtækja (fasteignamarkaðurinn er ekki talinn með) fjölgað um 45% frá fyrra ári og nær 29.000 fyrirtæki hafi rúllað. Miðað við þessa tölu hafa önnur 60.000–90.000 smáfyrirtæki skellt í lás á þessum örstutta tíma.

Driven by a sour economy and skittish consumers, U.S. business bankruptcies saw their sharpest quarterly rise in two years, jumping 17 percent in the second quarter of 2008, according to an analysis by McClatchy.

Commercial filings for the first half of 2008 are up 45 percent from last year, as the national climate for commerce continues to deteriorate amid rising energy and food costs, mounting job losses, tighter credit and a reticence among consumers to part with discretionary income.

From April through June, 15,471 U.S. businesses called it quits, according to data from Automated Access to Court Electronic Records, an Oklahoma City bankruptcy management and data company.

States that saw the biggest increase in filings were Delaware, Montana, Oregon, Maryland and Connecticut, suggesting that the economic gloom is spreading beyond large population centers.

It was the 10th straight quarter that business bankruptcy filings have increased. Nearly 29,000 companies filed in the first half of 2008.

Another 60,000 to 90,000 others probably have closed, because roughly two to three businesses fold for every one that files for bankruptcy, said Jack Williams, resident scholar at the American Bankruptcy Institute.

The vast majority of these failed companies are among the nation's 23 million small businesses, with fewer than 100 employees. Their fortunes have tumbled as the national economic downturn has deepened.

Bandaríska hagstofan heldur áfram að senda frá sér vafasamar hagtölur, en í heimi raunveruleikans hefur efnahagslægð (neikvæður hagvöxtur) ríkt þar í landi allt þetta ár og sennilega lengur. Það er líka neikvæður hagvöxtur á Spáni, Írlandi, Englandi og sennilega Japan.

Allar götur frá því að bankakreppan byrjaði sumarið 2007 hafa forstjórar banka—og þá sérstaklega þeirra sem hvað eftir annað hafa þurft neyðarhjálp—reynt að “kjafta” sig út úr vandanum. Hlutabréf þessara fyrirtækja hafa fallið í takt við bullið.

1. John Thain, Merrill Lynch

"We're very confident that we have the capital base now that we need to go forward in 2008."

January 18, 2008.

"...Today I can say that we will not need additional funds. These problems are behind us. We will not return to the market."

March 8, 2008

"We have more capital than we need, so we can say to the market that we don't need more injections. We can confirm that we have tackled the problem."

March 16, 2008

2. Dick Fuld, Lehman Brothers

"Do we have some stuff on the books that would be tough to get rid of? Yes. Am I worried about it? No. If you have some repricing of these things will we lose some money? Yes. Is it going to kill us? Of course not."

Summer 2007

--Richard Fuld, Lehman Brothers C.E.O. (Financial Times).

4. Ken Thompson, Wachovia

"The mortgage market is going to be a great market in this country for a long time. We've got population growth. We've got people who are always going to want to live in homes that they own. It's going to be a great market."

--on CNBC May 15, 2006.

5. Martin Sullivan, AIG

"But because this business is carefully underwritten and structured with very high attachment points to the multiples of expected losses, we believe the probability that it will sustain an economic loss is close to zero."

-- speaking to investors on December 5, 2007

6. John Mack, Morgan Stanley

"Well, number one, I think this firm has the capacity to take a lot more risk than it has in the past. So from that aspect, we're really using our talent in a more productive way than we have had in the past. I am comfortable with the risk...I think we probably have one of the best overall risk managers in Tom Daula, who oversees all firm risk, and also Zoe growing up on the sales and trading side, mainly trading side risk management, it's a very strong combination. So I'm comfortable with it. Do we take a lot of risk? Yes."

--April 2007 shareholder meeting.

7. Ken Lewis, Bank of America

"We believe that in the current turmoil the stock market has been underestimating the value in Countrywide's operations and assets. This investment reflects our confidence in their business and recognizes the importance of the company in providing home financing across the country. We hope this investment will be a step toward a return to more normal liquidity in the mortgage markets."

--August 22, 2007 press release

Meira karlaraup á portfolio.com.

Það er augljóst að alþjóðlegu bankakreppunni linnir ekki fyrr en fasteignir víða um heim hætta að hrapa í verði. Bankakerfið liggur með pappíra sem lækka í verði í beinu hlutfalli við hrun fasteigna. Tíðni nauðungaruppboða á bandaríska húsnæðismarkaðinum sýnir að ástandið fer versnandi og á langt í land með að lagast aftur.

Á árabilinu 2005–2007 lánaði bankakerfið $2,5 billjónir (amerískar trilljónir) til kaupa á íbúðarhúsnæði og 85% fjármagnsins var aflað með endursölu lána á frjálsum markaði. Eins og þessi síða spáði snemma þá var mikið af þessu verðlaust rusl. Fljótt á litið þá er bankakerfið ekki búið að afskrifa helming þessara ruslabréfa. Við þetta bætast brátt verðlausir pappírar sem tengjast atvinnuhúsnæði.

Margar stórar peningastofnanir eru skuggalega nálægt því að fara á hausinn og t.d. Merrill Lynch, WaMu, Lehman Brothers, UBS og meira að segja Citigroup eru í stórvandræðum. Citigroup er með yfir þúsund milljarða dollara bunka af bréfum sem á eftir að verðleggja. Miðað við sölu svipaðra pappíra að undanförnu þá er Citigroup tæknilega gjaldþrota.

Lítum á sölu Merrill Lynch á ruslinu (collateralized debt obligations) 29. júlí s.l. Nafnverð bréfanna var $30,6 milljarðar og Loan Star Funds keypti þá fyrir $6,7 milljarða. Þannig hljóðaði alla vega fréttatilkynningin og, svo furðulega sem það kann að hljóma, þá hækkuðu hlutabréf Merrill í kjölfarið. Málið var þó flóknara því Merrill fjármagnaði um 75% kaupanna og lofaði að taka á sig allt hugsanlegt tap yfir $1,68 milljarð.

Það er erfitt að reikna út þessi afföll. Ef maður selur 30,6 milljóna bíl fyrir 6,7 milljónir, fjármagnar 70% söluverðsins og tekur á sig allt hugsanlegt tap yfir 1,58 milljónir í framtíðinni—hver eru þá raunveruleg afföll?

Það eru tugbilljónir dollara í formi afleiðna á sveimi í kerfinu. Þegar upp er staðið þá gætu þær kostað billjón dollara afskriftir. Það kemur í ljós og ræðst líka af viðbrögðum seðlabanka og ríkistjórna. Hitt er nokkuð víst að þeir sem stóla á að bankakreppan endi fljótlega koma til með að vakna með slæma timburmenn. Stýrivextir verða að stórlækka á Íslandi og það strax. Alþjóðleg bankakreppa hefur einangrað íslenska hagkerfið og það verður að verja sig innan frá. Okurvextir eru eins og heimatilbúin drepsótt.