vald.org

Umsögn um Icesave—Gunnar Tómasson

28. júlí 2009 | Gunnar Tómasson

Við lestur fréttar um Icesave í fyrradag sá ég link á SETTLEMENT AGREEMENT skjalið í viðhengi. Nú skilst mér að linkur hafi verið settur á skjalið í misgripum.

Skjalið er sem sé state secret! Enda full ástæða til fyrir Breta að halda því leyndu. Síðustu tvær málsgreinarnar eru eftirfarandi:

16. On 4 November 2008, FSCS made a determination under the rules of the Scheme, following which FSCS has, with the knowledge of TIF, proceeded to handle and pay claims of depositors in the “Icesave” product of the UK Branch. (SA, bls. 2)

Ákvörðun FSCS "under the rules of the Scheme" án lögformlegs samþykkis TIF samrýmist ekki MOU og jafngildir ákvörðun FSCS að axla ábyrgð gagnvart eigendum Icesave reikninga sem ella hefði komið til afgreiðslu TIF samkvæmt ákvæðum laga nr. 98/1999 og reglugerðar nr. 120/2000.

17. Ákvörðunin jafngilti stofnun ad hoc innstæðutryggingakerfis og forðaði (a) eigendum Icesave reikninga frá langri óvissu varðandi uppgjör af hálfu TIF og (b) brezkum stjórnvöldum frá gagnrýni fyrir að tefja flutning innstæðna útibús Landsbanka í brezkt dótturfélag undir vernd FSCS.

Hér er skjalið í heild sinni:

settlement_agreement.pdf (4.97MB)

Hér er umsögn mín um skjalið til Alþingismanna o.fl.

Gunnar Tómasson

27. júlí 2009

Umsögn um Icesave

SETTLEMENT AGREEMENT

Trúnaðarskjalið SETTLEMENT AGREEMENT milli Financial Services Compensation Scheme (FSCS) og Tryggingasjóðs Innstæðueigenda og Fjárfesta (TIF), sem gert var 5. júní 2009, innifelur eftirfarandi ákvæði sem kunna að útskýra þá miklu áherzlu sem brezkir (og hollenskir) aðilar leggja á skjóta samþykkt Icesave samningsins án breytinga og/eða marktækra fyrirvara.

1. TIF is a private foundation incorporated under the laws of Iceland, entrusted under such laws with the execution of the Icelandic Deposit Guarantee Scheme in accordance with the provisions of Icelandic Act No. 98/1999 on deposit guarantees and investor compensation schemes. (liður b), bls. 1)

Af þessu leiðir m.a. að allar skuldbindingar TIF gagnvart FSCS eru því aðeins bindandi að þær samrýmist ákvæðum laga no. 98/1999.

2. On or about 31 October 2006, FSCS and TIF agreed a Memorandum of Understanding (the "MOU”) setting out, inter alia, certain principles for the handling of claims for compensation from depositors with UK branches of certain Icelandic banks. Under the terms of the MOU, TIF had lead responsibility to deal with and assess and pay such depositors’ claims. (liður d), bls. 1)

Af þessu leiðir m.a. að einhliða ákvarðanir FSCS varðandi meðferð, mat og greiðslu krafna innstæðueigenda án samþykkis TIF eru alfarið teknar á ábyrgð FSCS.

3. On 6 October 2008, Landsbanki encountered severe liquidity and other financial difficulties which led it to default on its obligations to depositors and other creditors and which resulted in the "Icesave” website operated by the UK Branch ceasing to function. On 8 October 2008, the Financial Services Authority (the “FSA”) in the United Kingdom declared the UK Branch to be “in default” under the Scheme. On 27 October 2008, FME issued its opinion that Landsbanki was, on 6 October 2008, unable to make payment of the amount demanded by certain depositors and that, therefore, TIF was obligated to pay compensation in accordance with Article 9 of Icelandic Act No. 98/1999. In respect of the claims of depositors with the UK Branch, TIF became obligated to pay an amount of up to Є20,887 to each individual depositor. (liður e), bls. 1-2)

Engin ákvæði um tímasetningu greiðslna af hálfu TIF er að finna í 9. grein laga nr. 98/1999, en upphaf hennar er svohljóðandi:

Nú er aðildarfyrirtæki að áliti Fjármálaeftirlitsins ekki fært um að inna af hendi greiðslu á andvirði innstæðu, verðbréfa eða reiðufjár sem viðskiptavinur hefur krafið aðildarfyrirtæki um endurgreiðslu eða skil á í samræmi við þá skilmála er gilda. Er þá sjóðnum skylt að greiða viðskiptavini aðildarfyrirtækis andvirði innstæðu úr innstæðudeild og andvirði verðbréfa og reiðufjár í tengslum við viðskipti með verðbréf úr verðbréfadeild. Greiðsluskylda sjóðsins verður einnig virk ef bú aðildarfyrirtækis er tekið til gjaldþrotaskipta í samræmi við lög um viðskiptabanka og sparisjóði og lög um verðbréfaviðskipti.

Álit Fjármálaeftirlitsins skal liggja fyrir eigi síðar en þremur vikum eftir að það fær fyrst staðfestingu á því að hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki hafi ekki greitt viðskiptavini sínum eða staðið skil á verðbréfum eins og því bar að gera.

Lokaákvæði 9. greinar er svohljóðandi:

Nánar skal kveða á um tilhögun greiðslna úr sjóðnum í reglugerð.

Í SETTLEMENT AGREEMENT er engin tilvísun til slíkrar reglugerðar.

4. Following the declaration of default by the FSA and the issuance of the opinion by the FME, the parties have not handled claims as anticipated by the MOU. On 4 November 2008, FSCS made a determination under the rules of the Scheme, following which FSCS has, with the knowledge of TIF, proceeded to handle and pay claims of depositors in the "Icesave” product of the UK Branch. All “Icesave” depositors of the UK Branch have received or will receive from FSCS compensation for their deposits with the UK Branch including in respect of claims which TIF was obligated to pay to each such depositor. As part of the compensation process and as a precondition to payment of compensation by FSCS, depositors transfer and assign to FSCS their related rights (the “Assigned Rights”) to claims against Landsbanki, TIF and third parties. (liður f), bls. 2)

Hér er margs að gæta.

  1. Án tilvitnunar í ákvæði MOU verður ekki lagt mat á það hvort fullyrðing FSCS varðandi meint frávik frá þeim hafi við rök að styðjast.
  2. Eins verður ekki heldur lagt mat á það hvort einhliða "determination” FSCS “under the rules of the Scheme” hafi verið bindandi fyrir TIF.
  3. Af orðalaginu “with the knowledge of TIF” má ráða að FSCS hafi hafist handa án samþykkis TIF og því alfarið á eigin ábyrgð.
  4. Einhliða túlkun FSCS á “related rights” innstæðueigenda er ekki lögformlega ákvarðandi gagnvart TIF/Landsbanka.
  5. Án slíkrar ákvarðandi skilgreiningar á “related rights” verður túlkun FSCS ekki umbreytt í “Assigned Rights” gagnvart TIF/Landsbanka.

5. The parties acknowledge that FSCS has already, with TIF’s knowledge, made payments in accordance with the Scheme rules to individual depositors of the UK Branch for claims in respect of which TIF has compensation obligations under Icelandic Act No. 98/1999. Furthermore, the parties acknowledge that FSCS may continue to make such payments until the date (the “Refinancing Date”) notified by FSCS to TIF as being the date on which FSCS will cease making such payments and commence making compensation payments (on behalf of TIF) using the proceeds of Disbursements under the Loan Agreement. The aggregate of all such amounts, whether paid before or on or after the date of this agreement but provided they are made before the Refinancing Date, is referred to as the “Refinancing Amount”. The Refinancing Date shall fall not more than thirty days after the date on which the conditions precedent to Disbursements under the Loan Agreement have been satisfied and FSCS shall notify TIF in writing of the Refinancing Date not less than two Business Days in advance of the Refinancing Date. (liður 1.1, bls. 2-3)

Enn er margs að gæta.

  1. Hér er aftur vísað til “TIF’s knowledge” – ekki samþykkis – varðandi aðgerðir FSCS á eigin ábyrgð í málum innstæðueigenda.
  2. Hins vegar er "Refinancing Amount” skilgreind þannig að hún innifelur greiðslur FSCS á eigin ábyrgð (“paid before ... the date of this agreement”).
  3. Með samþykkt á Icesave samningnum óbreyttum myndi Alþingi leysa FSCS undan lögformlegri ábyrgð á einhliða ákvörðunum sínum og gerðum.

Directive 94/19/EC

6. FSCS is the Scheme Manager of the Financial Services Compensation Scheme established under Part XV of the UK Financial Services and Markets Act 2000 (the “Scheme”). The Scheme is the deposit guarantee scheme established in the United Kingdom for the purposes of the EC Deposit Guarantee Directive (94/19/EC). (liður a) bls. 1)

Af þessu leiðir m.a. að Directive 94/19/EC er ráðandi varðandi allar aðgerðir FSCS í Icesave málinu.

Eins og nánar er rakið hér að neðan tók FSCS einhliða ákvörðun þann 4. nóvember 2008 að víkja frá því ferli sem kveðið er á um í Directive 94/19/EC í sambandi við skuldbindingar og uppgjör innstæðutryggingakerfa gistiríkis og heimaríkis í kjölfar yfirlýsingar FME 27. október 2008 um greiðsluþrot Landsbankans.

7. Whereas this Directive may not result in the Member States’ or their competent authorities’ being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized;... (Inngangsorð Directive 94/19/EC)

Af þessu leiðir m.a. að Bretlandi er heimilt að innleiða ad hoc innstæðutryggingakerfi til viðbótar kerfi sem kann að hafa verið “established in the United Kingdom for the purposes of the EC Deposit Guarantee Directive (94/14/EC)”. (sjá 6. lið hér að ofan)

8. Article 10.1-2 í Directive 94/19/EC hljóðar svo:

1. Deposit-guarantee schemes shall be in a position to pay duly verified claims by depositors in respect of unavailable deposits within three months of the date on which the competent authorities make the determination described in Article 1 (3) (i) or the judicial authority makes the ruling described in Article 1 (3) (ii).

2. In wholly exceptional circumstances and in special cases a guarantee scheme may apply to the competent authorities for an extension of the time limit. No such extension shall exceed three months. The competent authority may, at the request of the guarantee scheme, grant no more than two further extensions, neither of which shall exceed three months.

Þær greinar Directive 94/19/EC sem hér vísast til hljóða svo:

Article 1 (3) (i) og Article 1 (3) (ii):

3. ‘unavailable deposit’ shall mean a deposit that is due and payable but has not been paid by a credit institution under the legal and contractual conditions applicable thereto, where either (i) the relevant competent authorities have determined that in their view the credit institution concerned appears to be unable for the time being, for reasons which are directly related to its financial circumstances, to repay the deposit and to have no current prospect of being able to do so.

The competent authorities shall make that determination as soon as possible and at the latest 21 days after first becoming satisfied that a credit institution has failed to repay deposits which are due and payable; or (ii) a judicial authority has made a ruling for reasons which are directly related to the credit institution’s financial circumstances which has the effect of suspending depositors’ ability to make claims against it, should that occur before the aforementioned determination has been made.

Ákvörðun FSCS

9. On 8 October 2008, the Financial Supervisory Authority (the "FSA") in the United Kingdom declared the UK Branch to be "in default" under the Scheme. (SETTLEMENT AGREEMENT/SA bls. 1-2)

10. On 27 October 2008, FME issued its opinion that Landsbanki was, on 6 October 2008, unable to make payment of the amount demanded by certain depositors and that, therefore, TIF was obligated to pay compensation in accordance with Article 9 of Icelandic Act No. 98/1999. In respect of the claims of depositors with the UK Branch, TIF became obligated to pay an amount of up to Є20,887 to each individual depositor. (SA, bls. 2)

11. Þessi aðgerð FME 27. október 2008 var í samræmi við Directive 94/19/EC, Article 1 (3) (i).

12. Í 9. gr. laga nr. 98/1999 segir m.a.: Nánar skal kveða á um tilhögun greiðslna úr sjóðnum í reglugerð.

13. Hér vísast til Reglugerðar nr. 120/2000 um innstæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta. Þar er kveðið á um tilhögun greiðslna úr sjóðnum í 4. grein sem hér segir:

Viðskiptavinir aðildarfyrirtækis skulu senda sjóðnum kröfur sínar skriflega ásamt þeim gögnum sem sjóðurinn metur nauðsynleg. Sjóðurinn tekur ákvörðun, í samráði við Fjármálaeftirlitið, um lengd þess frests sem viðskiptavinir aðildarfyrirtækis hafa til að gera kröfu á sjóðinn. Fresturinn má þó ekki vera styttri en fimm mánuðir í því tilviki þegar viðskiptavinir aðildarfyrirtækis eiga kröfu á sjóðinn í tengslum við viðskipti með verðbréf en eigi lengri en tveir mánuðir þegar innstæðueigendur eiga kröfu á sjóðinn. Ákvörðun um lengd frests skal auglýst í Lögbirtingablaðinu og dagblöðum.

14. Following the declaration of default by the FSA and the issuance of the opinion by the FME, the parties have not handled claims as anticipated by the MOU [Memorandum of Understanding, dags. “on or about 31 October 2006”]. (SA, bls. 2)

15. Í SETTLEMENT AGREEMENT er vikið að umræddri MOU sem hér segir:

On or about 31 October 2006, FSCS and TIF agreed a Memorandum of Understanding (the "MOU”) setting out, inter alia, certain principles for the handling of claims for compensation from depositors with UK branches of certain Icelandic banks. Under the terms of the MOU, TIF had lead responsibility to deal with and assess and pay such depositors’ claims. (bls. 1)

"On or about 31 October 2006" lá því fyrir samþykki FSCS og TIF að TIF skyldi hafa frumkvæði að innköllun krafna og nauðsynlegra gagna innan fimm mánaða hið minnsta við undirbúning greiðslna úr sjóðnum í samræmi við 4. gr. reglugerðar nr. 120/2000.

Fullyrðingin að “the parties have not handled claims as anticipated by the MOU” fær því ekki staðist að því er varðar TIF.

16. On 4 November 2008, FSCS made a determination under the rules of the Scheme, following which FSCS has, with the knowledge of TIF, proceeded to handle and pay claims of depositors in the “Icesave” product of the UK Branch. (SA, bls. 2)

Ákvörðun FSCS "under the rules of the Scheme" án lögformlegs samþykkis TIF samrýmist ekki MOU og jafngildir ákvörðun FSCS að axla ábyrgð gagnvart eigendum Icesave reikninga sem ella hefði komið til afgreiðslu TIF samkvæmt ákvæðum laga nr. 98/1999 og reglugerðar nr. 120/2000.

17. Ákvörðunin jafngilti stofnun ad hoc innstæðutryggingakerfis og forðaði (a) eigendum Icesave reikninga frá langri óvissu varðandi uppgjör af hálfu TIF og (b) brezkum stjórnvöldum frá gagnrýni fyrir að tefja flutning innstæðna útibús Landsbanka í brezkt dótturfélag undir vernd FSCS.