vald.org

Nýtt bréf til Alþingismanna—Gunnar Tómasson

22. ágúst 2009 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn:

Eftirfarandi skilgreiningu hugtaksins "subrogation" er að finna á netinu:

A taking on of the legal rights of someone whose debts or expenses have been paid. For example, subrogation occurs when an insurance company that has paid off its injured claimant takes the legal rights the claimant has against a third party that caused the injury, and sues that third party.

“Subrogation” myndi þannig varða yfirtöku tryggingarfélagsins A á bótakröfu viðskiptavinar A á hendur tjónvaldi sem er viðskiptavinur tryggingarfélagsins B.

Brezk stjórnvöld voru ekki í hliðstæðri stöðu og tryggingarfélag A hér að ofan—þau höfðu ekkert með málið að gera heldur var það alfarið í höndum Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta (TIF) að gera upp við Icesave innistæðueigendur skv. tilskipun 94/19/EC.

Einhliða ákvörðun brezkra stjórnvalda án samþykkis TIF skapar þeim engan lagalegan rétt undir tilskipun 94/19/EC sem aðilar málsins eru í orði kveðnu sammála um að skilgreini réttindi og skyldur þeirra.

Virðingarfyllst,

Gunnar Tómasson, hagfræðingur og löggiltur skjalaþýðandi