vald.org

Icesave frumvarpið og Brussel viðmiðin—eftir Gunnar Tómasson

24. nóvember 2009 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn:

Í frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 96/2009 felst höfnun af hálfu ríkisstjórna Íslands, Bretlands og Hollands á Brussel viðmiðunum frá 14. nóvember 2008 þar sem slegin var skjaldborg um endurreisnarmöguleika íslenzka hagkerfisins á komandi tíð. Í athugasemdum við frumvarp til laga nr. 96/2009 voru viðmiðin sögð vera „forsenda fyrir veitingu ríkisábyrgðar”—forsenda sem ríkisstjórnir Íslands, Bretlands og Hollands hafa sameinast um að virða að vettugi og bjóða nú Alþingi að gera slíkt hið sama.

Brussel viðmiðin eru efnahagslegs eðlis, en í athugasemdum við fyrirliggjandi frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 96/2009 er þetta frávik frá Brussel viðmiðunum réttlætt á lagalegum forsendum sem hér segir:

„Ástæðan fyrir þessu fráviki frá 1. tölul. 2. gr. er sú að ensk lög gilda um samningana og Brussel-viðmiðin voru ekki talin nægilega skýr til að hægt væri beita þeim við að túlka lánasamningana í heild.

Talið er að einhliða réttur tryggingarsjóðsins og íslenska ríkisins til að framlengja lánin og upptaka árlegs greiðsluhámarks þeim til handa tryggi nægjanlega fjárhagslega stöðu íslenska ríkisins svo að það geti endurreist fjármála- og efnahagskerfi sitt. Af því leiðir að lánasamningarnir samrýmast Brussel-viðmiðunum enn betur en áður og draga úr líkum á að endurskoða þurfi samningana vegna mögulegrar bágrar fjárhagsstöðu íslenska ríkisins á lánstímanum.”

Með fullri virðingu, þá er „fjárhagsleg staða íslenska ríkisins” ekki afgerandi forsenda endurreisnar íslenzka efnahags- og fjármálakerfisins.

Aukin skattheimta og niðurskurður samneyzlu getur vissulega styrkt fjárhagslega stöðu ríkisins en fórnarkostnaðurinn getur orðið geigvænlegur, eins og bandarísku hagfræðingarnir James K. Galbraith og William K. Black bentu á í eftirfarandi yfirlýsingu dags. 18. nóvember 2009—íslenzk þýðing fylgir:

To our friends in Iceland

We have reviewed the IMF staff report dated October 2009 and other materials concerning the question of sustainability of Iceland's gross external debt, estimated to be over three hundred percent of GDP as of now, and liable to rise sharply if the present exchange rate cannot be maintained.

We believe that these documents raise a number of grave questions.

The IMF report argues that a substantial part of the gross debt can be reduced by restructuring and by deleveraging Icelandic multinational corporations: in effect reducing their asset holdings and presumably their operations. This assumption depends on the capacity to liquidate external assets at or near their recorded value. Nothing in the report assesses whether this is, indeed, plausible. Therefore the optimistic assessment with respect to net debt (~15 percent of GDP) appears to us questionable.

The IMF macroeconomic projections for Iceland expect a deep recession, but followed by a sharp recovery of the growth rate of real GDP—despite very large tax increases and exceptionally large reductions in public spending.

There is no basis in domestic demand for this forecast. The assumption rests on a very large increase in net exports, for which neither historical foundation nor actual industries and markets appear to have been established. If a very large currency depreciation were pursued under these conditions, that would immediately raise the external debt burden in relation to GDP. It is also difficult to see how a business sector afflicted by a large decline in investment can simultaneously expand exports. Clearly the assumed surge in net exports can be had only by a large, sustained reduction of imports, affecting both investment and consumption, and therefore living standards.

The IMF report fails to consider the potential effect of large tax increases, cuts in public services, decline in domestic income, possible currency depreciation, and catastrophic unemployment on the incentive to emigrate for working people in Iceland. It seems to us self-evident that the vast burden now being placed on a minute work force will induce emigration. And as the country's liability becomes increasingly concentrated on those who remain, it will become more difficult for those who would like to remain, to do so.

Iceland is a very small country, with a very small working population. The question facing the Althing is whether the burdens now being dictated to Iceland can reasonably be accepted by the Icelandic people. We are not in a position to answer this question: we merely pose it. If the answer is in the negative, much more than the economy may prove to be at stake—but indeed the survival of the country as a going concern.

Yfirlýsing til vina okkar á Íslandi

Eftir James K. Galbraith og William K. Black*

Við höfum farið gaumgæfilega yfir skýrslu AGS dags. 20. október 2009 og önnur gögn varðandi mat á sjálfbærni vergra erlendra skulda Íslands sem nú eru taldar vera yfir þrjú hundruð prósent af vergri landsframleiðslu og gætu hækkað mjög mikið ef ekki reynist kleift að viðhalda núverandi gengi krónunnar.

Við teljum þessi gögn vekja ýmsar alvarlegar spurningar.

Í AGS skýrslunni er því haldið fram að minnka megi talsverðan hluta heildarskuldanna með því að endurskipuleggja og draga úr skuldsetningu fjölþjóða íslenzkra fyrirtækja: í raun að minnka eignir þeirra og þá væntanlega umsvif þeirra. Þessi forsenda byggir á því að hægt sé að innleysa erlendar eignir á eða nálægt skráðu andvirði þeirra. Ekkert mat er lagt á það í skýrslunni hvort hér sé um raunhæfan valkost að ræða. Okkur sýnist því bjartsýna matið varðandi hreina skuldastöðu (~15 prósent af VLF) vera hæpið.

Þjóðhagslegu spár AGS fyrir Ísland gera ráð fyrir því að kröftugur vöxtur VLF fari í kjölfarið á djúpum samdrætti þrátt fyrir mjög miklar skattahækkanir og fádæma stórfelldan niðurskurð opinberra útgjalda.

Engar forsendur fyrir þessari spá felast því í innlendri eftirspurn. Spáin grundvallast á mjög mikilli aukningu hreins útflutnings sem virðist hvorki vera grundvölluð á sögulegum viðmiðum né atvinnugreinum og mörkuðum sem þegar eru til staðar. Ef gripið yrði til stórfelldrar gengislækkunar við þessar kringumstæður myndi erlenda skuldabyrðin strax hækka sem hlutfalli af VLF. Eins er vandséð hvernig atvinnugrein sem verður fyrir miklum samdrætti fjárfestingar getur samtímis aukið útflutning. Augljóslega getur hugsanleg uppsveifla í hreinum útflutningi einungis átt sér stað með varanlegum samdrætti innflutnings og þarmeð almennra lífskjara.

AGS skýrslan lætur undir höfuð leggjast að íhuga mögulega hvetjandi áhrif mikilla skattahækkana, niðurskurðar á opinberri þjónustu, samdráttar atvinnutekna, mögulegrar gengislækkunar, og stórfellds atvinnuleysis á flutning vinnandi fólks af landi brott. Okkur sýnist liggja í augum uppi að þær gífurlegu byrðar sem verið er að leggja á örsmáan hóp vinnandi fólks muni leiða til flutninga af landi brott. En um leið og erlendar skuldbindingar Íslands falla með sívaxandi þunga á aðra landsmenn þá verður erfiðara fyrir þá eftir eru og vilja búa áfram á Íslandi að gera það.

Ísland er lítið land með takmarkaðan fjölda vinnufærra einstaklinga. Við Alþingi blasir sú lykilspurning hvort það sé raunhæft að ætla að þjóðin sætti sig við þær byrðar sem Íslandi er nú fyrirskipað að axla. Við erum ekki í stakk búnir að svara þessari spurningu: við setjum hana einungis fram. Ef svarið er neikvætt er ekki aðeins íslenzka hagkerfið í húfi—heldur framtíð Íslands sem starfhæf efnahagsheild.

*James K. Galbraith er prófessor í stjórnmálum/viðskiptatengslum (Lloyd M. Bentsen, jr. Chair) við Lyndon B. Johnson School of Public Affairs, The University of Texas at Austin. William K. Black er lektor í hagfræði og lögum við The University of Missouri-Kansas City.

Galbraith og Black eru hagfræðingar í fremstu röð sem hafa engra hagsmuna að gæta varðandi úrlausn Icesave-málsins.

Það væri atlaga að almannahag af hálfu Alþingis að láta „alvarlegar athugasemdir” þeirra við skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem vind um eyru þjóta.

Virðingarfyllst,

Gunnar Tómasson, hagfræðingur