vald.org

Gunnar Tómasson—Bréf

1. desember 2009 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn:

AGS lét svo ummælt í skýrslu sinni um Ísland í nóvember 2008 að „þótt unnt væri að minnka erlendar skuldir og ábyrgðir hins opinbera í um 49 prósent af vergri landsframleiðslu (VLF) í árslok 2013 með ströngu aðhaldi í ríkisfjármálum, þá væri það hlutfall samt hátt miðað við almenn viðmið varðandi erlenda skuldastöðu.” Það var mat AGS að „hætta fælist í hinni miklu erlendu skuldsetningu/ábyrgðum) hins opinbera og meðfylgjandi greiðslubyrði” (http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2008/cr08362.pdf, bls. 18).

Í nýrri skýrslu AGS (http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2009/cr09306.pdf, Tafla 6, bls. 47) er áætlað að erlendar skuldir hins opinbera í árslok 2009 jafngildi 48,8 prósent af VLF, en erlendar ábyrgðir í árslok 2008 eru taldar hafa verið 84,4 prósent af VLF. Miðað við sama hlutfall ábyrgða munu erlendar skuldir og ábyrgðir hins opinbera nema samtals 48,8 + 84,4 = 133,2 prósent af VLF í árslok 2009.

Þetta er 2,7 sinnum hærra hlutfall en það sem AGS taldi vera hættuboða fyrir ári síðan.

Í viðhengi er yfirlit yfir erlendar heildarskuldir Íslands og fimm annarra aðildarríkja AGS sem eiga við efnahagsörðugleika að etja—Búlgaríu, Ungverjalands, Eistlands, Lettlands og Litháens.

Lettland, sem er verst statt af þessum löndum, er einungis hálfdrættingur á við Ísland varðandi erlendar heildarskuldir þjóðarbúsins í árslok 2009.

Virðingarfyllst,

Gunnar Tómasson, hagfræðingur

AGS—Áætlaðar erlendar heildarskuldir
  2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
Ísland–nóv. 2008 551,5 670,2 159,5 147,0 135,7 118,3 101,3
Ísland–okt. 2009 566,2 670,2 306,9 295,5 272,7 254,3 235,1
Búlgaría–mar. 2009 99,8 110,8 106,8 108,1 105,7 100,4 97,0
Ungverjaland–okt. 2009   114,1 132,3 130,0 122,3 132,3  
Eistland–mar. 2009 112,6 115,9 122,1 125,3 119,4 115,9 113,3
Lettland–sep. 2009 126,8 126,9 160,9 171,3      
Litháen–apr. 2009 65,9 64,2 64,1        
AGS—Áætlaðar erlendar heildarskuldir
  2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
Ísland–nóv. 2008 97,4 100,0 52,0 49,7 49,8 46,5 43,1
Ísland–okt. 2009 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0
Búlgaría–mar. 2009 17,6 16,5 34,8 36,6 38,8 39,5 41,3
Ungverjaland–okt. 2009   17,0 43,1 44,0 44,8 52,0  
Eistland–mar. 2009 19,9 17,3 39,8 42,4 43,8 45,6 48,2
Lettland–sep. 2009 22,4 18,9 52,4 58,0      
Litháen–apr. 2009 11,6 9,6 20,9        

Heimildir:

Ísland—nóv. 2008: http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2008/cr08362.pdf

Ísland—okt. 2009: http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2009/cr09306.pdf

Búlgaría—mar. 2009: http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2009/cr0996.pdf

Ungverjaland—okt. 2009: http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2009/cr09304.pdf

Eistland—mar. 2009: http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2009/cr0986.pdf

Lettland—sep. 2009: http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2009/cr09297.pdf

Litháen—apr. 2008: http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2008/cr08141.pdf