vald.org

Gunnar Tómasson—Bréf

5. desember 2009 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn:

Í frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 96/2009 segir m.a. (5. gr. laganna orðast svo):

Til að fylgjast með og meta forsendur fyrir endurskoðun á lánasamningunum, sbr. endurskoðunarákvæði þeirra, skal ríkisstjórnin gera ráðstafanir til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geri í síðasta lagi fyrir 5. júní 2015 IV. greinar úttekt á stöðu þjóðarbúsins, einkum með tilliti til skuldastöðu og skuldaþols. Að auki verði í úttektinni lagt mat á þær breytingar sem orðið hafa miðað við mat sjóðsins frá 19. nóvember 2008.

Við mat á forsendum til endurskoðunar á samningunum skal einnig tekið tillit til stöðu í þjóðarbúskapnum og ríkisfjármálum á hverjum tíma og mats á horfum í þeim efnum þar sem m.a. verði sérstaklega litið til gjaldeyrismála, gengisþróunar og viðskiptajafnaðar, hagvaxtar og breytinga á landsframleiðslu svo og þróunar fólksfjölda og atvinnuþátttöku.

Ákvörðun um að óska eftir viðræðum um breytingar á lánasamningunum samkvæmt endurskoðunarákvæðum þeirra skal tekin með samþykki Alþingis. Meta skal hvort óska skuli endurskoðunar eigi síðar en 5. október 2015 og skal niðurstaða þess mats lögð fyrir Alþingi fyrir lok þess árs.

Hér ber þess að gæta að andstaða Breta og Hollendinga gegn tímabundinni ríkisábyrgð á Icesave greiðslum byggir á sögulegu fordæmi.

Af því fordæmi má ráða að íslenzkum þjóðarhagsmunum er engin vörn í ofangreindu endurskoðunarákvæði.

Sbr. frétt hér að neðan um lokagreiðslu Þjóðverja árið 2010 á stríðsskaðabótum skv. endurskoðuðum Versalasamningi frá 1919.

Virðingarfyllst,

Gunnar Tómasson, hagfræðingur

Germany still paying off WWI reparations

Published: 2 Dec 09 08:10 CET

A spokesperson for the German Finance Agency, the country’s authority on debt management, told the paper that millions of euros are still being transferred to bond holders.

“The still-open contract for interest and amortisation payments is around €56 million,” spokesperson Boris Knapp said.

When the Treaty of Versailles was signed on June 28, 1919, Germany accepted blame for the war and agreed to pay 226 billion Reichsmarks, a sum that was later reduced in 1921 to 132 billion Reichsmarks. Up until 1952 Germany had paid some 1.5 billion Reichsmarks in war reparations to Allied countries. But in 1953 the balance was suspended pending a reunification of East and West Germany.

On October 3, 1990, the old debts went into effect again with 20 years for payment. Germany plans to pay off its World War I debts by October 3, 2010.

http://www.thelocal.de/national/20091202-23657.html