vald.org

Þegar stórveldi falla 2

11. apríl 2010 | Jóhannes Björn

Margir líta á það sem sjúklega tortryggni eða í besta falli samsæriskenningu þegar því er haldið fram að erlend öfl hafi fullan hug á að komast yfir auðlindir landsins—t.d. orkuna, fiskinn og vatnið—og þessir sömu öfl vilji hamra járnið á meðan það er heitt og notfæra sér íslenska bankahrunið í þeim tilgangi. Menn sem ekki hafa kynnt sér viðskiptasögu heimsins eru oft ótrúlega bláeygðir.

Bretar skrifuðu hroðalegasta kafla viðskiptasögunnar þegar þeir mokuðu feikilegu ópíummagni í kínversku þjóðina í yfir 200 ár. Gróðinn var botnlaus og viðskiptunum var haldið gangandi með grimmu ofbeldi. Þegar kínversk yfirvöld reyndu að stöðva ófögnuðinn sendi heimsveldið herinn á vettvang og milljónum var slátrað í mörgum ópíumstríðum. Undir lokin, árið 1935, notuðu 80 milljónir Kínverja ópíum að staðaldri … og menn geta rétt ímyndað sér gróðann sem þessi viðskipti færðu “betri” ættum á Bretlandseyjum. H.E. Sailsbury skrifaði um ástandið í Kína 1935 í bókinni The Long March (bls. 106):

Þeir sátu með gljáandi augu fyrir framan kofa sína og tottuðu pípur, karlar, konur og táningar. Karlmenn og táningar klæddust oft ekki öðru en mittisskýlum, konur oft ekki einu sinni svo miklu. Ópíum var hlaðið í brúna stafla úti í skemmu, eins og verið væri að þurrka mykju.

Nokkur Evrópuríki arðrændu Afríku eins og hún lagði sig og sum ríki Ameríku voru uppnefnd “bananalýðveldi” vegna þess að bandarísk stórfyrirtæki fjarstýrðu þeim í gegnum spillta pólitíkusa. Þegar ekki var hægt að múta réttum aðilum var bandaríski herinn notaður til þess að kippa hlutunum í lag.

Hlutirnir hafa breyst miklu minna en flestir ætla. Í dag eru það aðallega bankar og stórfyrirtæki sem leggja undir sig auðlindirnar, en gamla fyrirkomulagið lifir þó enn þar sem olíustríð eru háð. Nærri því öll stríð síðustu tveggja áratuga, bæði í Miðausturlöndum og Afríku, eiga rætur sínar í orkulindum eða áætlunum um að koma þessari orku sem auðveldast á markað.

Hergagnaframleiðsla er feikilega arðvænleg og stórfyrirtæki í þeim geira bæði kynda undir ófriði og stunda um leið sölumennsku af svæsnustu gerð í gegnum valdamikla aðila. Það eru mörg nýleg dæmi um sveltandi þjóðir sem hafa eytt hærri upphæðum til vopnakaupa heldur en félagsmála.

Nýjasti vopnaskandallinn kemur beint úr leikhúsi fáránleikans.

Grikkland er gjaldþrota og landið getur ekki selt ríkisskuldabréf á frjálsum markaði nema gegn okurvöxtum. Grikkland hefur skiljanlega leitað eftir betri lánakjörum hjá Evrópusambandinu og mikil fundarhöld (oft fyrir luktum dyrum) hafa staðið um málið. Framtíð evrunnar og jafnvel ES gæti hangið á spýtunni, en samt hefur málið allt einkennst af tregðu og mótsagnakenndum upplýsingum. Uppákoman bendir eindregið til þess að einhverjar óþekktar stærðir séu að flækja málin og samkvæmt heimildum Reuters hefur stappið staðið um þá ótrúlega kröfu Frakka og Þjóðverja að Grikkir kaupi mikið magn hergagna frá þessum þjóðum! Já, á sama tíma og ES heimtar að Grikkland skeri lífskjör fólksins í landinu niður við trog og stórminnki alla opinbera þjónustu, þá hóta Þjóðverjar og Frakkar að láta hagkerfi landsins sökkva nema þeir kaupi sex freigátur, 15 þyrlur og 40 rándýrar Rafale orrustuþotur af Frökkum—auk kafbáta frá Thyssen-Krupp í Þýskalandi.

Fyrir utan fáránleika þess að heimta að þjóð sem þarf að ganga á lífskjör þegna sinna fjárfesti í morðvopnum, þá er það staðreynd að Grikkland hefur lengi fjárfest hlutfallslega meira til hermála (vegna hræðslu við Tyrki) en aðrar ES þjóðir. Yfirgangur Frakka og Þjóðverja sýnir okkur berlega að öflugir hagsmunir svífast venjulega einskis þegar gróðavonin er annars vegar, jafnvel þótt ávinningurinn sé tímabundinn, því hrun Grikklands gæti komið sér mjög illa fyrir allt Evrópusambandið. Hér er frétt um þetta kostulega mál.

Broke? Buy a few warships, France tells Greece

In a bizarre twist to the Greek debt crisis, France and Germany are pressing Greece to buy their gunboats and warplanes, even as they urge it to cut public spending and curb its deficit.

Indeed, some Greek officials privately say Paris and Berlin are using the crisis as leverage to advance arms contracts or settle payment disputes, just when the Greeks are trying to reduce defense spending.

"No one is saying 'Buy our warships or we won't bail you out', but the clear implication is that they will be more supportive if we do what they want on the armaments front," said an adviser to Prime Minister George Papandreou, speaking on condition of anonymity because of the diplomatic sensitivity.

Greece spends more of its gross domestic product on the military than any other European Union country, largely due to long-standing tension with its neighbor, historic rival and NATO ally, Turkey.

"The Germans and the French have them over a barrel now," said Nick Whitney, a former head of the European Defense Agency.

"If you are trying to repair Greek public finances, it's a ludicrous way to go about things."

France is pushing to sell six frigates, 15 helicopters and up to 40 top-of-the-range Rafale fighter aircraft.

Greek and French officials said President Nicolas Sarkozy was personally involved and had broached the matter when Papandreou visited France last month to seek support in the financial crisis.

FRIGATE PURCHASE

The Greeks were so sensitive to Sarkozy's concerns that they announced on the day Papandreou went to Paris that they would go ahead with buying six Fremm frigates worth 2.5 billion euros ($3.38 billion), despite their budget woes.

The ships are made by the state-controlled shipyard DCNS, which is a quarter owned by defense electronics group Thales and may have to lay workers off in the downturn.

Greece is also in talks buy 15 French Super Puma search-and-rescue helicopters made by aerospace giant EADS for an estimated 400 million euros.

The Rafale, made by Dassault Aviation, is a more distant and vastly dearer prospect. There is no published price, but each costs over $100 million, plus weapons.

Germany is meanwhile pressing Athens to pay for a diesel-electric submarine from ThyssenKrupp, of which it refused to take delivery in 2006 because the craft listed during sea trials following a disputed refurbishment in Kiel.

Payment would clear the way for ThyssenKrupp to sell its loss-making Greek unit Hellenic Shipyards, the biggest shipbuilder in the eastern Mediterranean, to Abu Dhabi MAR, industry sources said.

ThyssenKrupp Marine Systems last year canceled a Greek order for four other submarines over the dispute, in which it said Athens' arrears exceeded 520 million euros.

Witney, now at the European Council on Foreign Relations, said German officials were embittered by Greek behavior in the long-running dispute, as well as previous payment problems over the purchase of German Leopard II tanks.

Greek Deputy Defense Minister Panos Beglitis told Reuters the dispute was on the brink of settlement but denied the timing had anything to do with Athens' bid to clinch German backing this week for a financial safety net for Greek debt.

"(The submarine) Papanicolis has been carefully inspected by German and Greek experts. It has been greatly improved and declared seaworthy. We will take it, sell it and make a profit," he said in an interview.

"We are paying 300 million (euros) and we will sell it for 350 million," Beglitis said. Witney questioned Greece's chances of turning a profit on a second-hand submarine.

NO LINKAGE?

Asked whether big European suppliers were using the crisis to press arms sales on Athens, he said: "This has always been the case with these countries. It is not because of the crisis, there is no link."

Beglitis said this year's defense budget was set at 2.8 per cent of GDP, down from 3.1 per cent in 2009. Non-government sources say the real level of military spending may be higher.

"Our strategy is continuously and steadily to reduce spending. This is also in line with the Greek stability and growth program," Beglitis said. The program, submitted to the EU, pledges to reduce the budget deficit from 12.9 per cent last year to below 3 per cent by the end of 2012.

Western officials and economists have advocated a radical reduction of the armed forces as a long-term way of reducing structural spending, but Greek officials say that would require a real improvement in relations with Turkey.

Despite warmer ties, the two countries remain in dispute over Cyprus and maritime boundaries and have sporadic aerial incidents over the Aegean Sea.

French economist Jacques Delpla said Greece could reap big savings if it moved jointly with Turkey and Cyprus to settle disputes in the Aegean and Eastern Mediterranean and engaged in mutual disarmament.

"Unlike Portugal or Ireland, Greece could benefit from significant peace dividends to reduce its titanic fiscal deficits," he said.

Beglitis said Turkish Prime Minister Tayyip Erdogan had mooted the idea of mutual defense spending cuts in public but not followed it up.

"There was some rhetoric from Mr Erdogan on this but there are no negotiations at the moment," he said.

Það er ekki enn ljóst hvernig píslarganga Grikklands endar, en sennilega verður smalað saman láni sem fleytir landinu í einhvern tíma. Þessi kapítuli hefur þó leitt brotalamir Evrulands í ljós og það er nokkuð öruggt að ES á ekki eftir að þróast í þá samstæðu heild er sumir vonuðu. Spánn, Ítalía og Portúgal eru á leið í gjörgæslu og annað hvort taka þau á endanum aftur upp sína gömlu gjaldmiðla eða ES verður skipt í tvö eða fleiri myntsvæði. Stórveldið liðast í sundur áður en það nær að standa undir nafni sem slíkt.

Stórveldi falla þegar þau teygja sig of langt eða of mikil spilling byrjar að naga innviðina. Rómverska heimsveldið, líkt og það bandaríska í dag, þjáðist af báðum kvillum. Þegar peningaelítan nær heljartökum á samfélaginu safnast auðurinn á sífellt færri hendur, spilling eykst og kerfið loks hrynur undan eigin þunga. Beljurnar (almenningur) hætta að mjólka ef þær fá ekki nóg gras.

Það er enginn raunverulegur hagvöxtur þessa dagana í Bandaríkjunum eða flestum iðnvæddum ríkjum jarðarinnar. Það litla sem mælist kemur til vegna nýrra peninga í umferð, ríkisskulda sem stjórnvöld hafa mokað í sömu aðila og settu hagkerfi heimsins á hausinn. Það er skammgóður vermir. Aukinn peningaaustur stjórnvalda hefur líka verið að þenja út ríkisbáknið og eins og alltaf hefur slíkt brölt ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Í Bandaríkjunum hafa aukin ríkisafskipti t.d. orðið til þess að tekjubilið á milli opinberra starfsmanna (ríkis og fylkja) og einstaklinga í einkageiranum er óvænt að breikka. Möppudýrin eru að hækka í tekjum, og þá sérstaklega óbeinum tekjum eins og t.d. betri launateingdum tryggingum, miðað við einkageirann, sem hagfræðilega séð hlýtur að vera mjög slæmt.

Það er miklu meira um þetta í úttekt Michael Mandel, en hann var um tíma yfirhagfræðingur hjá Business Week.

Raunverulegt atvinnuleysi í Bandaríkjunum er hrikalegt og ekkert að lagast þrátt fyrir stöðugt hjal um aukinn hagvöxt. Samkvæmt könnun Gallup, sem telur líka fólk í hlutastarfi sem leitar eftir fullu starfi, þá er atvinnuleysið 20%. *

* Útskýrt nánar á síðu Gallup.

Hráar tölur um raunverulegt ástand bandaríska hagkerfisins—ekki tölur sem hafa verið leiðréttar vegna árstíða eða öðrum ástæðum sem möppudýrin skálda—sýna enga uppsveiflu. Fátt gefur betri vísbendingu um ástandið en sá fjöldi einstaklinga sem neyðist til þess að verða sér út um matarmiða hjá stjórnvöldum. Fjöldi styrkþega er kominn yfir 38 milljónir og hefur aldrei verið meiri síðan prógrammið hóf göngu sína í núverandi mynd 1964.

Veltuhraði peninga sýnir oft vel hvernig hagkerfið gengur. Öflug viðskipti koma náttúrulega strax fram í meiri veltuhraða. Samkvæmt línuriti seðlabankans er veltuhraðinn í sögulegu lágmarki. Þetta graf er þó e.t.v. ekki alveg marktækt vegna þess að bankarnir liggja á óhemju upphæðum ókeypis peninga frá seðlabankanum (stýrivextir eru við núllið) sem þeir síðan lána ríkinu á hærri vöxtum.

Sögulega hafa efnahagslægðir í Bandaríkjunum alltaf endað þegar (a) eftirspurn eftir nýju íbúðarhúnæði hefur aukist og (b) lítil fyrirtæki hafa aftur byrjað að ráða fólk í vinnu. Hvorugt er fyrir hendi því væntingar hjá eigendum smærri fyrirtækja hröpuðu í mars og fasteignamarkaðurinn er enn á niðurleið.

Síðustu upplýsingar varðandi nýbyggt íbúðarhúsnæði sýna að það selst hægar en það hefur gert síðan byrjað var að halda þessum tölum til haga 1963, þrátt fyrir að fólksfjölgunin hafi verið yfir 120 milljónir á þessu tímabili. Og þetta gerist á sama tíma og seðlabankinn hefur haldið vöxtum óeðlilega lágum og fólk fær ríkisstyrk þegar það kaupir í fyrsta skipti. Þegar línan á þessu grafi fer yfir milljón (1000 á grafinu) þá getum við farið að tala um alvöru bata.

Framhald …