vald.org

Gunnar Tómasson: Bréf til Alþingismanna

16. júlí 2011 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn:

Ég leyfi mér að framsenda á ykkur eftirfarandi punkta um peningamál.

Alþjóðapeningakerfið hefur stefnt fram af hengiflugi síðustu 40 árin.

Kjarni vandans er einfaldur og felst í ákvörðun alþjóðasamfélagsins upp úr 1970 að aftengja þann hemil á nýsköpun alþjóðagjaldmiðilsins—USD—sem fólst í Bretton Woods kerfinu.

Ákvörðunin var pólitísk en hagfræðingar í fremst röð, sem svo voru sagðir vera, gáfu aftengingu hemilsins blessun sína.

Nútíma peningar eru ekki verðmæti sem slíkir heldur jafngilda þeir ávísunum á verðmæti.

Á síðustu 40 árum hefur nafnvirði peninga/ávísana á gömul verðmæti og ný aukist margfalt á við aukningu heimsframleiðslu og fjármagnað alls kyns verðbólur og spákaupmennsku.

Á sama tíma hafa harðvítug hagsmunaöfl—bankar, lífeyris- og vogunarsjóðir—risið upp í kringum „sparifé“ í mynd innistæðulausra ávísana.

Það liggur í hlutarins eðli að slíkum ávísunum verður ekki skipt í raunverðmæti NEMA með eignaupptöku hjá samborgurum ef „spariféð“ er innlent og hjá skattborgurum skuldsettra ríkja ef „spariféð“ er erlent.

Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lítur málið öðrum augum.

Sbr. umsögn A. S. Shaalan, aldursforseta hennar og fyrrverandi yfirmanns míns hjá AGS:

„Mr. Tomasson thinks that he is right and that the world is wrong.“

Hér vísast til eftirfarand skoðana minna sem AGS kollegar mínir voru ósammála:

In my own case, [certain considerations] were translated in the mid-1970s into a firm conviction:

  1. that present world monetary arrangements are unsustainable;
  2. that mainstream monetary theorists are clueless why that is so;
  3. that absent such clue, their “reform” proposals are worthless;
  4. that monetary economics must be reconstructed from the ground up;
  5. that such reconstruction is a sine qua non for world monetary reform;
  6. that the powers that be are not impressed by this line of reasoning;
  7. that, absent bloody revolution, they must be overthrown by events;
  8. that such events must strike close to home; and
  9. that the associated turmoil will pave the way for new ideas.

Brezki hagfræðingurinn Lord Thomas Balogh heimsótti AGS upp úr 1980.

Lokaorð hans yfir hausamótum „senior staff“ AGS eru mér minnistæð:

„There are two ways to be sorry.
You can be sorry when you see trouble coming.
And you can be sorry when trouble comes.
The IMF is determined to be sorry when trouble comes.“

Og svo virðist hafa verið víðar.

Virðingarfyllst,

Gunnar Tómasson, hagfræðingur