vald.org

Gunnar Tómasson: Nýr tekjustofn ríkissjóðs

6. octóber 2012 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn:

Það er ekki aðeins á hinu háa Alþingi að landsmenn skeggræða landsins gagn og nauðsynjar.

Sbr. eftirfarandi skoðanaskipti milli mín og N.N. fyrr í dag:

1. Innlegg mitt um málið á Facebook.

Nýr tekjustofn fyrir ríkissjóð - ef vilji væri til staðar.

Ég sá einhvers staðar í fréttum í dag að viðskiptabankarnir hafa hagnast svo milljörðum skiptir á misvægi verðtryggðra eigna/lána þeirra, annars vegar, og skuldbindinga þeirra, hins vegar.

Af þessu má ráða að verðtryggingin er EKKI fyrst og fremst leið til að tryggja hagsmuni sparifjáreigenda eins og stjórnvöld og forystumenn launþega í lífeyrissjóðunum og Alþýðusambandinu vilja vera láta.

Eins er spurning af hverju ríkisstjórnin leggur ekki 100% SKATT á umræddan umframhagnað viðskiptabankanna af verðtryggingunni?

2. Umsögn háttvirts kjósanda N.N.

Og hvers vegna ekki?

3. Svar mitt.

Hugmyndin um 100% skatt á umframhagnaðinn er það sem kallast “slam dunk” í körfubolta.

EF hugur fylgir máli hjá þeim sem þykjast vilja tryggja hag sparifjáreigenda með verðtryggingu, ÞÁ hljóta þeir hinir sömu að fallast á að umframhagnaður fjármálakerfisins af verðtryggingunni á ekkert erindi í efnahagsreikningi fjármálastofnana.

Stjórnvöld, lífeyrissjóðir og ASÍ (!) standa því berskjölduð gagnvart hugmyndinni!

Virðingarfyllst,

Gunnar Tómasson, hagfræðingur