vald.org

Gunnar Tómasson skrifar

17. nóvember 2013 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn,

Ég leyfi mér að framsenda eftirfarandi innlegg mitt á Facebook fyrr í dag:

„Háir stýrivextir voru óheillatól fyrir hrun og leiddu m.a. til snjóhengjunnar.

Fyrir hrun hafði SÍ í raun hagsmuni erlendra spákaupmanna að leiðarljósi.

Eftir hrun hafa stýrivextir SÍ þjónað hagsmunum eigenda hvers kyns ríkisskuldabréfa og annarra vaxtaberandi skuldbindinga sem taka mið af hæð stýrivaxta SÍ.

Á þeim fimm árum sem liðin eru frá hruni hefur stýrivaxtastefna SÍ verið ekki síður óheillatól en á árunum fyrir hrun.

Spurning hvort SÍ sé svo heillum horfinn að ráðamenn þar á bæ geri sér ekki grein fyrir þessu?‟

Af ofangreindu má vera ljóst að meint sjálfstæði Seðlabanka Íslands er meira í orði en á borði.

Sbr. einnig tilmæli SÍ að fjármálafyrirtæki skyldu bæta sér það „tap‟ sem leiddi af dómi Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar á höfuðstóli krónulána með afturvirkri „leiðréttingu‟ á samningsvöxtum slíkra lána.

Forsendur þeirra tilmæla voru rökleysa eins og ég hef ítrekað bent á.

Virðingarfyllst,

Gunnar Tómasson, hagfræðingur