vald.org

Kvótakerfi og skattaskjól

19. nóvember 2014 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn,

Skattarannsóknarstjóri Bryndís Kristjánsdóttir fjallaði um notkun Íslendinga á skattaskjólum í viðtali við Viðskiptablaðið 19. apríl sl.

Íslenzkum stjórnvöldum stendur til boða að kaupa upplýsingar þaraðlútandi.

Um þá hlið málsins segir Bryndís m.a. eftirfarandi:

„Einn af þeim sem hafa boðið okkur upplýsingar um eignastöðu Íslendinga í skattaskjólum til kaups er með gögn um einhverjar þúsundir félaga og hefur tilkynnt okkur það að Ísland sé þar í þriðja sæti yfir fjölda aðila.”

Alþingi býst nú til að íhuga breytingar á kvótakerfinu, sem veitir tilteknum aðilum forgang að sjávarauðlind þjóðarinnar.

Að nýta þann forgang til undanskots arðs í skattaskjóli væri ólöglegt og siðlaust.

Kaup á upplýsingum um málið myndi leiða í ljós hvort brögð hafi verið að slíku.

Ef svo reyndist vera, þá væri um tvennt að velja:

  1. Að afturkalla kvóta viðkomandi aðila.
  2. Að láta sem ekkert hafi í skorist.

Virðingarfyllst,

Gunnar Tómasson, hagfræðingur