vald.org

Varúð: Hverfur eignarhald almennings á auðlindunum út um bakdyrnar?

18. desember 2014 | Jóhannes Björn

Eitt ákvæði alþjóðlega viðskiptasamningsins sem Ísland virðist ætla að skrifa undir fjallar um einkavæðingu ríkiseigna. Þar segir að ef ríkiseign er einkavædd og gjörningurinn mistekst, þá sé ríkinu óheimilt að taka eignina til sín aftur.

Sennilega verður þetta ákvæði túlkað þannig—og kannski kemur það skýrt fram í pukurvinnunni sem þarna fer fram—að hlutir eins og nýting kvóta til lengri tíma feli í sér tæknilegt afsal auðlindarinnar og ríkinu sé óheimilt að innkalla hann. Tengist þessi rösklega tveggja áratuga aðgangur að fiskimiðunum kannski beint ákvæðum samningsins? Er verið að rétta sameiginlega auðlind fólksins út um bakdyrnar?

Sama gildir þá um væntanlega sölu hluta Landsvirkjunar til lífeyrissjóða. Slík sala yrði bæði óafturkallanleg og um leið fordæmisgefandi.

Það hlýtur að vera krafa allra heiðarlegra fulltrúa fólksins á Alþingi að fá að lesa TISA samninginn og aðra hliðstæða samninga áður en skrifað er undir. Þetta leynilýðræði gengur ekki siðuðu samfélagi.